Tvær fengu starfsmerki
Tvær seyðfirskar forystukonur voru sæmdar starfsmerki UÍA á Sambandsþingi á Seyðisfirði um helgina.
Þetta voru þær Margrét Vera Knútsdóttir og Unnur Óskarsdóttir. Margrét Vera tók við formennsku í Íþróttafélaginu Huginn árið 2008 en hefur lengi unnið fyrir félagið. Unnur er formaður Viljans og hefur um áraraðir unnið ötult starf í þágu þess félags og íþrótta fatlaðra í fjórðungnum. Það var Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA sem sæmdi þær starfsmerkinu.