Óbreytt aðalstjórn

Tuttugu félagar frá tólf félögum mættu á Sambandsþing UÍA sem haldið var á Seyðisfirði á laugardag. Aðalstjórn sambandsins var endurkjörin og ný lög samþykkt.

Stjórn sambands var einróma endurkjörin, Elín Rán Björnsdóttir sem formaður og Berglind Agnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Jónas Þór Jóhannsson með henni. Böðvar Bjarnason, Egilsstöðum, kemur nýr inn í varastjórn í stað Jóns Arngrímssonar. Þar eru að auki Steinn Jónasson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

Á þinginu voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem meðal annars eru lögfest ákvæði um skipan greinagráða, ákvæðum um kjör til stjórnar breytt og bætt inn ákvæði um að setja megi aðildarfélag á lista yfir óvirk félög sé það ekki starfandi.

Staðfest var Ungmenna- og íþróttafélag Bakkafjarðar er ekki lengur aðili að UÍA þar sem íþróttahéruð lúta mörkum sveitarfélaga og Bakkafjörður er orðinn hluti af Langanesbyggð. Bakkafjörður tilheyrir því framvegis starfssvæði Héraðssambands Þingeyinga.

Fjögur ný félög voru staðfest sem aðilar að sambandinu, Knattspyrnufélagið Spyrnir, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, Skíðafélagið Stafdal og Golfklúbbur Vopnafjarðar.

Sjö aðrar ályktanir, sem meðal annars lúta að stuðningi ríkisins við héraðssambönd, stuðningi sveitarfélaga við UÍA og þátttöku á íþróttamótum voru samþykktar. Að auki var samþykkt tillaga um sérgreinaráð en gert er ráð fyrir blak-, sund-, frjálsíþrótta-, golf-, hestaíþrótta- og skíðaráðum innan sambandsins, auk tveggja knattspyrnuráða.

Í lok þings var eins og hefð er fyrir útnefndur „mathákur“ þingsins sem að þessu sinni var Helgi Rafnsson frá Skotíþróttafélaginu Dreka. Einnig var valinn „kjaftaskur“ þingsins, Davíð Þór Sigurðsson, nýr formaður Hattar.

 

Ályktanir um sambandsaðild

Ályktanir úr allsherjarnefnd

Skýrsla stjórnar

Ný lög UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok