PATHE-verkefnið kynnt

Fulltrúi frá UÍA og sveitarfélaginu Fjarðabyggð hélt til Reykjavíkur þann 30. apríl til að vera viðstaddur kynningu á svokölluðu PATHE-verkefni í höfuðstöðvum UMFÍ.

Danskir forsvarsmenn verkefnsins stóðu fyrir kynningunni en þeir eru komnir hingað til lands í gegnum samstarf UMFÍ og DGI í Danmörku. PATHE-verkefnið snýr að lýðheilsu og líkamsrækt en um er að ræða ákveðið form á rekstri líkamsræktarstöðva fyrir almenning þar sem félagasamtök eiga og reka stöðvarnar.

UMFÍ bauð fimm sambandsaðilum sínum að fá kynningu á verkefninu ásamt fulltrúum sveitarfélaga. UÍA setti sig í samband við Fjarðabyggð vegna þessa og úr varð að Jóhann Tryggvason og fyrrverandi formaður UÍA fór á kynninguna fyrir hönd beggja aðila.

Að hans sögn er verkefnið athyglisvert og ekki ólíklegt að hægt verði að nýta a.m.k. suma þætti þess innan sveitarfélagsins, sérstaklega þar sem nú þegar er til staðar vísir að þessu fyrirkomulagi við rekstur líkamsræktarstöðva á tveimur stöðum innan þess.

Hér má sjá frétt á www.umfi.is um kynninguna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok