Risablakmót á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði

34. Öldungamót Blaksambands Íslands er haldið á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði dagana 30. apríl – 2. maí 2009. Í ár er metþátttaka og er þessi fjöldi liða langt umfram væntingar mótshaldara. Eitthundrað og átta lið eru skráð til leiks, 70 kvennalið og 38 karlalið.

Öldungamótið hefst á fimmtudeginum 30. apríl kl. 8:00 og áætlað að leikjum ljúki bæði á fimmtudeginum og föstudeginum kl. 21:00. Úrslitaleikir í efstu deild karla og kvenna fara fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl. 14:00 laugardaginn 2. maí.

Síðastliðin 10 ár hefur fjöldi keppnisliða verið á bilinu 80 - 95 en árið 2007 sprakk 100 liða múrinn og mættu 102 lið til keppni í Garðabæinn, 35 karlalið og 62 kvennalið. Liðin koma frá 48 félögum sem eru af öllu landinu. Það verður því leikið á 8 völlum, þremur á Seyðisfirði, þremur á Egilsstöðum, einum í Fellabæ og Brúarási. Því má reikna með að fjöldi keppenda og annarra gesta á mótinu verði um eða yfir 1000 manns.

Framkvæmdaaðilar mótsins eru blakdeildir Hattar og Hugins. UÍA hjálpar lítillega til með því að lána starfsmann og tölvu til að skrá úrslit jafnóðum inn á vef Blaksambandsins. Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á heimasíðunni www.blak.is.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok