Fjölgun aðildarfélaga
Stjórn UÍA samþykkti nú í mars tvær inntökubeiðnir í sambandið og staðfesti að auki aðild eins gamalgróins félags.
Á fundi stjórnar 31. mars sl. samþykkti stjórnin aðild Skíðafélagsins Stafdal. Það er fyrsta sérhæfða skíðafélagið sem starfað hefur innan vébanda UÍA. Formaður félagsins er Guðný Margrét Hjaltadóttir á Egilsstöðum.Á stjórnarfundi þann 17. mars var samþykkt inntökubeiðni frá Golfklúbbi Vopnafjarðar en þar er formaður Björn Heiðar Sigurbjörnsson. Á sama fundi var samþykkt að Ungmennafélagið Egill rauði í Norðfirði, sem endurvakið var úr nokkrum dvala í lok liðins árs, sé enn gildur sambandsaðili. Formaður Egils rauða er Jón Björn Hákonarson.
Lög þessara félaga bíða nú staðfestingar laganefndar ÍSÍ. Samþykkt stjórnar um inntöku félaganna er vitaskuld háð samþykki Smabandsþings, sem verður nú haldið á Seyðisfirði 16. maí. Þar verða einnig teknar fyrir áður samþykktar inntökubeiðnir Spyrnis á Fljótsdalshéraði og Knattspyrnufélags Reyðarfjarðar.
Því stefnir í að ný aðildarfélög á komandi þingi verði fimm talsins.