Helgi býður sig fram til stjórnar ÍSÍ

Kosið verður til stjórnar ÍSÍ á þingi sambandsins nú um helgina. Helgi Sigurðsson formaður íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum er eini frambjóðandi landsbyggðarinnar.

Helgi er fæddur árið 1972, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar framkvæmdastjóra á Selfossi og Estherar Óskarsdóttur skrifstofustjóra. Helgi útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1991 og lauk tannlæknanámi frá Tannlæknaháskólanum í Bergen árið 1998. Síðan hefur hann starfað sem tannlæknir, fyrst á Selfossi en síðar á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Hann hefur frá árinu 2000 rekið tannlæknastofur á Egilsstöðum og víðar á Austurlandi. Helgi hefur sinnt margvíslegum félagsstörfum, m.a. sat hann í stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss 1999-2000 og hefur hann sem áður segir verið formaður Íþróttafélagsins Hattar frá 2002. Hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og situr nú í Skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins. Kona Helga er Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari. Þau eiga 3 börn, Ástu Dís 9 ára, Alvar Loga 6 ára og Bjarka Fannar 3 ára.

UÍA bindur miklar vonir við framboð Helga til stjórnar ÍSÍ. Kosið er í 10 sæti í aðalstjórn en 11hafa gefið kost á sér. Auk Helga verða fulltrúar UÍA á Íþróttaþingi þau Elín Rán Björnsdóttir formaður, Gunnar Gunnarsson ritari og Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok