Sambandsþing UÍA
Sambandsþing UÍA verður haldið á Seyðisfirði 16. maí næstkomandi.
Stjórn UÍA boðar til þingsins. Á því eiga seturétt fulltrúar aðildarfélaga sambandsins. Um fulltrúafjölda fer eftir lögum UÍA. Þar segir í 9. grein:
Sambandþing UÍA er fulltrúaþing og hefur hvert félag rétt til að senda atkvæðisbæra fulltrúa á þingið miðað við fjölda fullskattskyldra félaga samkvæmt félagatali síðastliðins starfsárs sem hér segir:
2 fulltrúa fyrir færri en 50 félagsmenn
3 fulltrúa fyrir 51-75 félagsmenn
4 fulltrúa fyrir 76-100 félagsmenn
5 fulltrúa fyrir 101-150 félagsmenn
og síðan einn fulltrúa fyrir hverja byrjaða 50 félagsmenn.
Auk þess eiga stjórnarmenn, fulltrúar í sérráðum og aðrir sem kjörnir eru í trúnaðarstöður hjá sambandinu rétt á þingsetu, með tillögurétti og málfrelsi. Svo og þeir aðrir sem stjórnin býður til þings.
Dagskrá þingsins ásamt þeim tillögum sem lagðar verða fram þar verða sendar von bráðar til aðildarfélaganna.