Unglingalandsmót 2009 á Sauðárkróki

Á fundi sínum á mánudaginn ákvað stjórn UMFÍ að fela UMSS að halda Unglingalandsmót 2009.

 

Eins og áður kom fram hér á síðunni óskaði UÍA einnig eftir að fá að halda mótið ásamt sex öðrum héraðssamböndum. Skagfirðingar hrepptu hnossið að þessu sinni og óskum við félögum okkar í UMSS til hamingju með það.

UÍA stefnir að því að mæta með stóra sveit keppenda á mótið og hvetur stjórn UÍA alla Austfirðinga til að setja stefnuna á Sauðárkrók um verslunarmannahelgina. Mótið er frábær fjölskylduskemmtun, börn og unglingar fá að njóta sín í drengilegri keppni við jafnaldra og foreldrarnir njóta stemmingarinnar, skemmtidagskrár og veðurblíðu sem við treystum að Skagfirðingar séu búnir að tryggja.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ