Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum

Keppendur frá 8 aðildarfélögum UÍA reyndu með sér á Meistarmóti UÍA í frjálsum íþróttum innanhúss sem var haldið í Fjarðabyggðarhöllinni síðast liðinn sunnudag.

 

Keppt var í flokki 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Á sjötta tug keppenda frá 8 félögum öttu kappi og var árangur heilt yfir góður.

Aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar í Fjarðabyggðarhöllinni er með ágætum, en þar er spretthlaupsbraut með tartanefni og stökkgryfja auk búnaðar til hástökksiðkunar. Keppt var í 60 metra hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og boltakasti í yngstu flokkunum. Að auki var keppt í hringhlaupi, en þar voru hlaupnir hringir á ómældri braut. Vegna tímaskorts var að falla frá keppni í þrístökki.

Bestu afrek mótsins voru unnin í hástökki. Flest stig í flokki 11-14 ára fékk Heiðdís Sigurjónsdóttir, 13 ára úr Hetti er húnvann sér inn 932 stig með því að stökkva yfir 140 cm. Það dugði henni þó ekki til sigurs en hún keppti í flokki 13-14 ára telpna. Sigurvegarinn, Erla Gunnlaugsdóttir, 14 ára úr Hetti fór yfir sömu hæð og Heiðdís en í færri tilraunum.

Í flokki 15 ára og eldri stökk Karítas Hvönn Baldursdóttir 16 ára úr Ásnum yfir 140 cm í hástökki og vann sér þannig inn 828 stig.

Öll úrslit mótsins, utan úrslita í hringhlaupum, má sjá í meðfylgjandi skjali. Úrslit úr hringhlaupum verða birt síðar.

icon urslit_mmuia_2009.pdf

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ