UÍA fólk á Silfurleikum
Þrír keppendur UÍA tóku nýverið þátt í Silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum. Mótið er haldið til heiðurs árangurs Vilhjálms Einarssonar sem vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum árið 1956. Metþátttaka var í mótinu að þessu sinni, ríflega 600 keppendur frá 20 félögum.
Frá UÍA fóru þau Heiðdís Sigurjónsdóttir (Hetti), Halla Helgadóttir (Hetti) og Mikael Máni Freysson (Þristi). Árangur þeirra má sjá í meðfylgjandi skjali.