Alcoa og Æskulýðssjóður styrkja verkefni UÍA
Félagsmálaskóli UÍA hefur hlotið myndarlega styrki úr Samfélagssjóði Alcoa og Æskulýðssjóði.
Æskulýðssjóður styrkir m.a. verkefni sem miða að þjálfun forustufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
Alcoa veitir samfélagsstyrki og njóta þau verkefni forgangs sem stuðla að uppbyggingu og sjálfbærri þróun á Austurlandi. Meðal málaflokka sem fyrirtækið styrkir eru menntun og fræðsla og menning, tómstundir og félagsstörf. Við þessa úthlutun var lögð áhersla á að styrkja verkefni sem auka samveru og samvinnu fólks á Austurlandi.
UÍA þakkar stuðninginn og vonast til að Félagsmálaskólinn geti náð þeim markmiðum sem að er stefnt.