Vel heppnaður formannafundur

Þann 22. október sl. var formannafundur UÍA haldinn í Grunnskólanum á Stöðvarfirði

Á formannafundi eiga seturétt formaður, stjórn, varastjórn, formenn sérráða og framkvæmdastjóri UÍA. Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga UÍA eða fulltrúar þeirra, og formenn eða aðrir fulltrúar sérráða aðildarfélaga. Aðeins stjórnarmenn UÍA, formenn eða fulltrúar sérráða UÍA og einn fulltrúi frá hverju aðildarfélaga hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.

Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og sérráða UÍA auk þess sem þau aðildarfélög sem áttu fulltrúa á fundinum gerðu grein fyrir sinni starfsemi. Þá var ársreikningur fyrir árið 2007 kynntur. Góðar umræður fóru fram um stefnumörkun fyrir UÍA og samþykktar voru nokkrar ályktanir sem snúa að starfi sambandsins. Margt góðra gesta var á fundinum. Einar Haraldsson stjórnarmaður í UMFÍ og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ ávörpuðu fundinn og auk þeirra sátu fundinn Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Helga Steinunn Guðmundsdóttir stjórnarmaður í ÍSÍ.

Á fundinum fékk fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum endurnýjaða vottun sem fyrirmyndardeild. UÍA óskar deildinni innilega til hamingju með það og lýsir yfir eindreginni ánægju með hið góða starf sem þar er unnið.

Hér að neðan má sjá fundargerð fundarins, þær tillögur sem á fundinum voru samþykktar, skýrslu stjórnar og fylgiskjal með henni.

icon fundargerd_formannafundur_okt2008.doc

icon alyktanir.doc

icon skyrsla_stjornar.doc

icon fundir.doc

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok