Góður árangur glímufólks

Frábær árangur náðist á Haustmóti Glímusambands Íslands sem haldið var á Ísafirði um liðna helgi. UÍA sendi níu keppendur á aldrinum 13-15 ára ásamt Sindra Frey Jónssyni þjálfara og Ásmundi Ásmundssyni fararstjóra.

 

Sveitir UÍA í flokki 12-13 ára stráka og stelpna unnu báðar til gullverðlauna í sínum flokki. Að auki varð uppskeran úr einstaklingskeppninni þrjú gull, þrjú silfur og eitt brons. Frekari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni www.glima.is.

Glímustarf stendur með miklum blóma hjá Val á Reyðarfirði. Þar eru æfingar tvisvar í viku, þriðjudaga 18-19 og föstudaga 17-18. Þjálfarar eru Sindri Freyr Jónsson og Hjördís Helga Þóroddsdóttir. Alla jafna stunda um 30 krakkar 10 ára og eldri glímuæfingar þar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok