Stjórn UÍA óskar þjóðinni til hamingju með handboltalandsliðið
Stjórn UÍA hefur samþykkt ályktun þar sem fagnað er´frábærum árangri íslenskra hadknattleiksmanna á ólympíleikunum í Peking.
Ályktunin hljóðar svo:
„Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands óskar Handknattleikssambandi Íslands, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og íslensku þjóðinni til hamingju með glæsilegan árangur íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking. Árangurinn er ævarandi minnismerki um glæsilegan árangur stórhuga þjóðar. Framganga þeirra og frammistaða er öðru íslensku íþróttafólki og æsku landsins frábært fordæmi og hvatning til frekari afreka.“
Áfram Ísland!