Sautján keppendur á unglingalandsmóti
Sautján keppendur frá UÍA taka þátt í unglingalandsmóti UMFÍ sem hófst í Þorlákshöfn í morgun.
Hrafn Guðlaugsson, kylfingur, var fyrstur af stað af keppendum UÍA en hann hóf leik klukkan átta í morgun. Í dag verður að auki keppt í frjálsum íþróttum og fótbolta. UÍA sendir einnig keppendur í glímu og sundi en þær greinar hefjast á morgun. Nokkrir foreldrar eru með í för enda mótið fjölskylduhátíð. Lovísa Hreinsdóttir þjálfar frjálsíþróttahópinn og Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, verður við setningarathöfnina í kvöld. Mótinu lýkur á sunnudag en hægt er að fylgjast með á www.ulm.is.