Góður árangur á Sumarleikum HSÞ

Keppendur frá UÍA unnu til fjölda verðlauna á Sumarleikum HSÞ sem fram fóru um helgina. Einn keppandi komst með árangri sínum í úrvalshóp FRÍ.

 

Þrír keppendur frá UÍA kepptu á leikunum, þeir Brynjar Gauti Snorrason, Atli Pálmar Snorrason og Bjarmi Hreinsson, allir frá Egilsstöðum.

Brynjar, sem keppti í flokki sveina 15-16 ára, vann til gullverðlauna í spjótkasti og 1500 metra hlaupi, silfurverðlauna í kúluvarpi og bronsverðlauna í kringlukasti og 800 metra hlaupi.

Bjarmi, sem einnig keppti í sveinaflokki, sigraði í bæði kúluvarpi og sleggjukasti. Hann kastaði sleggjunni 44,48 metra og komst með því inn í úrvalshóp FRÍ í greininni.

Við hjá UÍA erum stolt af árangri drengjanna og búumst við miklu af þeim í framtíðinni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ