Fjör í frjálsum

UÍA heldur þessa dagana á Egilsstöðum einn af Frjálsíþróttaskólum UMFÍ. Þar eru saman komnir 15 krakkar alls staðar af á landinu við æfingar á hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta.

 

Hópurinn unir sér vel undir leiðsögn Ólafs Björnssonar yfirþjálfara en hann heldur utan um hópinn á æfingum og í hinum ýmsu viðburðum. Á dagskránni auk frjálsíþróttaæfinga eru gönguferðir, leikir, spil, pool, borðtennis, sund, óvissferð og ýmislegt fleira.

Á æfingunum er farið yfir allar helstu greinar frjálsra íþrótta, krakkarnir frædd um grundvallaratriði að baki árangri í greinunum og tæknin kennd. Á síðari æfingu dagsins í dag fengum við góða gesti. Það voru þeir Einar Hróbjartur Jónsson spjótkastari og Hreinn Halldórsson, fyrrverandi Evrópumeistari í kúluvarpi. Kenndu þeir krökkunum tökin á kastgreinunum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af því.

Skólanum lýkur á föstudagsmorgun með frjálsíþróttamóti þar sem krakkarnir keppa í sínum eftirlætisgreinum. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við á Vilhjálmsvelli og sjá hvernig þeim tekst til.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok