Sumarhátíð UÍA 2007
Nú styttist í Sumarhátíð UÍA sem fram fer á Egilsstöðum dagana 24.-26. ágúst
Keppt verður í sundi, golfi fyrir 16 ára og yngri og frjálsum íþróttum. Einnig verður knattspyrnumót fyrir 6. flokk ef næg þátttaka verður. Félögin geta skráð sína þátttakendur í frjálsum íþróttum gegnum mótaforrit FRÍ eða sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., þar sem fram kemur nafn, kennitala, félag og keppnisgreinar. Til að skrá keppendur í sund og knattspyrnu skal einnig senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning í golf 16 ára og yngri fer fram í síma 868-4785
Tímaseðill í frjálsum íþróttum má skoða gegnum þennan tengil:
http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib777.htm
Dagskrá
Föstudagur 24. ágúst
18:00-21:00 Golfmót UÍA og Intrum á Ekkjufellsvelli
18:00-21:00 Sundmót í sundlaug Egilsstaða
Laugardagur 25. ágúst
09:00-12:00 Sundmót í sundlaug Egilsstaða
11:00-13:00 Knattspyrnumót 6. flokks á Vilhjálmsvelli
13:00-17:00 Austurlandsmót í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
Sunnudagur 26. ágúst
10:00-14:30 Austurlandsmót í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
Laugardaginn 25. ágúst er bæjarhátíð Ormsteitis á Egilsstöðum og Í Fellabæ og því mikið um að vera í bænum. Sunnudaginn 26. ágúst er Fljótsdalsdagur þar sem meðal annars verður veiðikeppni í Bessastaðaá, grill á Víðivöllum kl 12:30 og loks hefst dagskrá á Skriðuklaustri kl. 14:00.
UÍA hvetur alla landsmenn að gera sér glaðan dag á Héraði og mæta á Sumarhátíð!