Landsmóti UMFÍ lokið

Alls kepptu 3 lið auk 11 einstaklinga fyrir hönd UÍA á Landsmóti UMFÍ sem fram fór í Kópavogi um síðustu helgi.

 

Í handknattleik karla sigraði lið UÍA fyrsta leik sinn á móti HSÞ 28-23. Þeir töpuðu síðan næstu tveimur og lentu í 3.sæti mótsins. Fyrir þann árangur hlutu þeir 80 stig fyrir UÍA. Í körfuknattleik spilaði lið UÍA 3 leiki sem þeir töpuðu en naumlega þó fyrir HSK 36-34. Þeir sögðu sig síðan úr keppni vegna manneklu. Briddssveitin náði sé ekki á strik á mótinu og hafnaði í 12.sæti.

Í frjálsum íþróttum hafnaði Lovísa Hreinsdóttir í 4.sæti í kringlukasti kvenna og Einar Hróbjartur Jónsson í 6.sæti í spjótkasti karla. Samtals fengu þau 12 stig fyrir UÍA.

Í glímu sigraði Snær Seljan Þóroddsson alla andstæðinga sína og bar sigur úr bítum í -80 kg flokk karla. Magnús Karl Ásmundsson lenti í 4 sæti í -90 kg flokki karla og Sindri Freyr Jónsson lenti í 4. sæti í 90 kg flokki karla. Samtals fengu þeir 24 stig fyrir UÍA.

Í skotíþróttum, nánar tiltekið 60 skotum liggjandi, kepptu þeir Viðar Finnsson og Sigvaldi H. Jónsson. Viðar lenti í 3. sæti og Sigvaldi í því 4. Samtals fengu félagarnir 15 stig fyrir UÍA.

Í starfsgreinum kepptu feðgarnir Ólafur Sigfús Björnsson og Björn Ármann Ólafsson í gróðursetningu. Ólafur sigraði keppnina og faðir hans lenti í 3.sæti. Fyrir þennan frækna árangur fengu þeir feðgar 18 stig fyrir UÍA. Anna Sigríður Karlsdóttir lenti í 16.sæti í stafsetningu og Guðmundur Hallgrímsson í 18.sæti í starfshlaupi.

Alls hlaut UÍA 149 stig og var í 15. sæti af 25 félögum. Er það mjög góður árangur ef miðað er við keppendafjölda UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok