UMFÍ heimsækir UÍA
Fulltrúar UMFÍ verða á Austurlandi á fimmtudag og föstudag til að ræða við forráðamenn ungmennafélaganna. Ætlunin er að kynna landsmót og unglingalandsmót ásamt því að ræða um nýtt verkefni sem nefnist Evrópa unga fólksins. Þarna er kjörið tækifæri til að kynna sér starf UMFÍ og kynna UMFÍ fyrir austfirsku íþróttalífi.
Dagskráin er sem hér segir:
Fimmtudagur 14.06.
kl. 13:00 Egilsstaðir – Fundur með Huginn og Hetti
kl. 15:00 Egilsstaðir – fundur með öðrum félögum (Einherji, Ásinn, UMFB, Þristur, S.E. og fleiri)
kl. 17:00 Egilsstaðir – fundur með stjórn ÚÍA
Allir fundir fara fram í húsnæði Fræðlunets Austurlands við Vonarland
Föstudagur 15.06.
kl. 15:30 Reyðarfjörður – fundur með félögunum frá Eskifirði, Reyðarfirði og Norðfirði.