Borgfirðingum dugir stig
<p><em>UMFB dugir jafntefli gegn 06. apríl til að tryggja sér Malarvinnslubikarinn 2008. Liðin mætast á Seyðisfirði í lokaumferð keppninnar. Dynamó Höfn hefur skráð sig úr leik.</em></p><p />
<p>UÍA fékk í dag staðfestingu frá Hornfirðingum á að þeir væru hættir þátttöku. „Það er búið að vera þétt prógramm hjá mfl. karla hér á Höfn ásamt 3.flokk kk en mikið af þeim leikmönum spila með Dýnamó, einnig er fólk farið að flykkjast aftur í bæinn í skóla. Við viljum bara biðjast afsökunar á þessu hjá okkur, þar sem við vildum auðvitað aldrei að þetta myndi gerast,“ segi í tilkynningu Dynamó. Liðið hafði lokið fimm leikjum af níu sem áttu að hafa verið leiknir og erfiðlega gekk að ná í forsvarsmenn liðsins.</p><p>Liðið telst hafa tapað öllum leikjum sínum 0-3. Úrslit keppninnar ráðast um helgina þegar 06. apríl tekur á móti UMFB og BN á móti KR. Borgfirðingar eru efstir með 21 stig og dugir jafntefli. Tapi Borgfirðingar getur BN stolið titlinum með að vinna KR. Stigin duga reyndar ekki ein, Borgfirðingar eru með 13 mörk í plús en Norðfirðingar 10. </p>