Malarvinnslubikarinn: Sjötta og sjöunda umferð
<p><em>Allnokkrir leikir hafa verið leiknir í Malarvinnslubikarnum undanfarnar tvær vikur.</em></p>
<p>Sjötta umferð keppninnar var leikin sunnudaginn 20. júlí. KR-ingar gerðu góða ferð suður í Hornafjörð og unnu heimamenn í Dynamó Höfn 2-0.</p><p>Ferð Þristar til Borgarfjarðar var sömuleiðis ferð til fjár en þeir unnu góðan 2-1 sigur á heimamönnum. UMFB átti ívið meira í leiknum en það eru jú mörkin sem telja.</p><p>Síðasti leikur umferðarinnar var á Seyðisfirði en þar höfðu gestirnir í BN ´96 sigur gegn liði 06. apríl 1-3. Alir leikir umferðarinnar unnust því á útivelli.</p><p>Sjöunda umferðin fór fram um liðna helgi. BN ´96 gerði góða ferð á Fellavöll og unnu stórsigur á Þristarmönnum 2-6.</p><p>Á Seyðisfirði gerðu KR og 06. apríl 1-1 jafntefli í hörkuleik.</p><p>Leikur UMFB og Dynamó Hafnar sem fram fór á Borgarfirði var flautaður af undir lok fyrri hálfleiks eftir að leikmaður gestana veittist að dómara með höggum. Staðan þegar leikurinn var flautaður af var 7-3 heimamönnum í vil. UÍA lítur málið vitaskuld mjög alvarlegum augum og er með það til skoðunar hvaða viðurlögum verður beitt og hver úrslit leiksins verða. Verður tilkynnt innan tíðar hver niðurstaða málsins verður.</p><p>Til viðbótar við þetta var einum leik í 8. umferð keppninnar flýtt um viku. KR-ingar tóku á móti Þristi og unnu 1-0 sigur.</p><p>Eins og fram hefur komið er var stöðusíða Malarvinnslubikarsins hökkuð af óprúttnum aðilum. Unnið er að því að setja hana upp að nýju og vonandi verður hún komin í gagnið sem allra fyrst.</p>