Meðan fæturnir bera mig.

 

Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, hljóp með hlaupurum í áheitahlaupinu „Meðan fæturnir bera mig“ þegar þeir komu inn í Skriðdal í morgun. Hlaupararnir hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

 

Hildur hljóp með frá afleggjarnum á Öxi niður að bænum Haugum, þeim innsta í Skriðdal. Þar slógust einnig krakkar frá Ungmennafélaginu Þristi með í hópinn. Á vegamótunum að Öxi tóku forsvarsmenn sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á móti hópnum og færðu hópnum matarkörfu að gjöf. Hið sama gerði Skúli Björn Gunnarsson, forsvarsmaður Gunnarsstofnunar, sem fylgdi Þristarkrökkunum. Í gær tóku Djúpavogsbúar á móti hópnum með krækiberjasaft.

Hlaupararnir fóru af stað úr Reykjavík þann 2. júní síðastliðinn og hlaupa að meðaltali tæpa 100 kílómetra að dag. Hlaupið er til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Hver hlaupari hleypur að meðal tali 8-10 km í senn.

Hugmyndina að hlaupinu má rekja til veikinda Gunnars Hrafns Sveinssonar (Krumma) sem greindist með bráðahvítblæði í janúar 2010. Hlaupararnir eru fjórir, móðir hans, Signý Gunnarsdóttir, faðirinn Sveinn Benedikt Rögnvaldsson og Anna María Rögnvaldsdóttir, systir Sveins og maður hennar, Guðmundur Guðnason.

Hver dagur er tileinkaður einu barni sem snert hlauparana á einn eða annan hátt. Dagurinn í dag er tileinkaður Birni Elías Þorgeirssyni en hann hitti hlauparana við komuna í Egilsstaði. Björn Elís, er tveggja ára og greindist 18. október 2010 með Wilms æxli í nýra. Hann var mikið veikur fyrstu mánuðina en eftir að nýrað var tekið hjá honum fór allt að fara upp á við. Hann er í stífri lyfjameðferð fram í miðjan júní. Tengsl hans við Austurland eru sterk, móðir hans frá Fáskrúðsfirði en alin upp á Borgarfirði eystri.

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á www.mfbm.is.

Myndir frá hlaupinu í morgun.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ