Kvennahlaupið á besta degi sumarsins

Hundruðir kvenna um allt Austurland tóku þátt í kvennahlaupinu sem fram fór á laugardag. Sólin skein á hlýjasta degi sumarsins, eiginlega þeim eina til þessa en mörgum þykir þægilegra að hlaupa í svalara loftslagi.

 

 

Yfir 100 konur tóku þátt í hlaupinu á Egilsstöðum. Skipuleggjendur þar, úr frjálsíþróttadeild Hattar, segja hlaupið hafa gengið vel. Fjöldi hljóp einnig á Norðfirði og fleiri stöðum.

 

Á Seyðisfirði er jafnan lengsta hlaupið en í boði er 20 km leið út með firðinum.

Myndir úr Neskaupstað.

Myndir frá Egilsstöðum: Sveinbjörn

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ