Fundargerð 20150310

Fundur 10. mars 2015 haldinn kl 17:30 á skrifstofu UÍA.
Mætt: Hildur Bergsdóttir (HB), Gunnlaugur Aðalbjarnarson (GA), Gunnar Gunnarsson (GG), Guðrún Sólveig Sigurðardóttir (GSS) og Jósef Auðunn Friðriksson (JAF). Guðrún og Jósef tengjast fundinum í gegnum Skype.

Fundarefni:

1. Síðasta fundargerð
Samþykkt athugasemdalaust.

2. Innsend erindi:
a) Fréttabréf UMFÍ dagsett 24. feb. Samantekt af viðburðum félagsins 2014. Kynnt.
b) Erindi frá ÍSÍ dagsett 27. febrúar Laganefnd ÍSÍ um samþykkt á lögum Skotmannafélags Djúpavogs og Brettafélags Fjarðabyggðar.
c) Erindi frá UMFÍ dagsett 5. mars Fjölskyldan á fjallið, óskað eftir fjöllum í verkefnið. HB ætlar að vinna að málunu fram að þingi.
d) Erindi frá nefndarsviði alþingis dagsett 5. mars. Óskað eftir umsögnum um frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Búið er að senda póstinn út til félaganna.

3. Skýrsla framkvæmdastýru:
Komdu þínu á framfæri ungmennaráðstefnur haldnar 25. (Stöðvarfirði) og 26. febrúar (Fljótsdalshéraði) tókust vel. Góð mæting á báða viðburðina um ríflega 30 manns mættu á Stöðvarfjörð og um 60 á Egilsstaði. Gagnlegar umræður sköpuðust.

Sprettur the movie komin í gang. Búinn að fara í taekwondo, fimleika og á skíði, heimsækir Seyðisfjörð í næstu viku.

Fjör og frjálsar sem vera átti 8. mars féll niður vegna ónægrar skráningar.

Páskaeggjamót 22. mars og Ávaxtaleikar 2. maí óvíst er með dagsentingu á Ávaxtaleikunum þar sem Öldungur er á sama tíma

Heimsókn SSÍ gengur illa að fá skráningar frá félögunum, en stefnir í flotta helgi, dómaranámskeið, leiðbeiningar um SPLASH, æfingar með landsliðþjálfara, fyrirlestar fyrir foreldrar og fleira áhugavert 14. mars.

Sundþing haldið um síðustu helgi, fulltrúi sem ætlaði að fara á okkar vegum dróg sig til baka þar sem ekki er allt uppihald og gisting greitt.

Lottó: 21 félag uppfyllir skilyrði um lottógreiðslur. Verður greitt út á næstu dögum.

Gistitilboð fyrir íþróttahópa upplýsingar frá ÍSÍ og UMFÍ
Hótel Cabin 511 6030 þeir eru með sértilboð fyrir íþróttafélög. Einnig Arctic Comfort hótel 588 5588. Einnig er bent á Stein hjá ÍBR sem hefur yfirsýn yfir gistimöguleika fyrir íþróttahópa. GG leggur til að þessi liður verði tekinn saman í betri texta og sendur á félögin

4. Uppgjör og fjárhagsáætlun
Farið var yfir drög að ársreikningi. Ljóst er að afkoma sambandsins er nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir. Eftir á að gera nokkrar lagfæringar á reikningnum áður en hann telst hæfur til samþykktar af hálfu stjórnar.
Stjórn fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 sem lögð verður fram á Sambandsþingi UÍA. Áætlunin er í takt við áætlanir fyrri ára.

5. Sumarstarfsmaður
Fimm umsóknir bárust um sumarstarf hjá UÍA – allar hæfar. Stjórn ásátt um að GG og HB ræði við alla umsækjendur og taki sameiginlega ákvörðun um hverjum verði boðið starfið.

6. Sambandsþing UÍA
Þingið verður haldið að Hallormsstað laugardaginn 11. april kl 11:00.
Helsta mál fundarins gæti orðið umræða um endurskoðun á úthlutun Lottótekna. Vinnuhópur hefur hist til að ræða hvort rétt sé að breyta reglunum og sett fram helstu kosti og galla núgildandi reglna. Stjórn UÍA mun leggja fram tillögur til þings byggða á hugmyndum vinnuhópsins.
Eftirtaldir eru tilnefndir til íþróttamanns UÍA: Stefán Þór Eysteinsson, Þrótti, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti, Þorvaldur Marteinn Jónsson, Þrótti og Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti.
Stjórn tilnefndir að auki Evu Dögg Jóhannsdóttur, Val, Kristófer Pál Viðarsson, Leikni og Ólaf Braga Jónsson, START.
Stjórn valdi einn af þessum sjö glæsilegu íþróttamönnum í leynilegri kosningu og verður hann kynntur á þinginu.
Fleiri mál varðandi undirbúning á þinginu rædd.

7. Íþróttaþing
Íþróttaþing verður haldið helgina 17. og 18 apríl í Reykjavík. GG mun sækja þingið við annan mann sem enn hefur ekki verið ákveðinn.

8. Önnur mál
GA tjáði stjórn að líklega yrði þetta síðasti sjtórnarfundur hans og þakkaði fyrir samstarfið. GG þakkaði GA fyrir störf hans í þágu UÍA.

Ákveðið að halda síðasta fund fyrir sambandsþing 31. mars á Neskaupstað.

Fleira ekki gert – fundi slitið kl 21:35

 

Fundargerð 20151026

Stjórnarfundur UÍA, 26. október, 2015. Haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði kl 17:30.
Mætt: Gunnar Gunnarsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Reynir Zöega og Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra. Jósef boðaði forföll.

1.Síðasta fundargerð
Fundargerð síðasta fundar borin undir fundinn. Samþykkt samhljóð.

2. Innsend erindi
-Svar frá Verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ vegna styrkbeiðna, dagsett 20. október. Samþykkt að styrkja Farandþjálfun UÍA um 100.000 kr. Styrkbeiðnum vegna Ungmennaskiptaverkefnis og fyrirlesturs Ást gegn hatri á Austurlandi, hafnað.
-Erindi frá ÍSÍ dagsett 21. okt. Uppfærður listi félaga í keppnisbanni vegna vanskila í Felix. Framkvæmdastýra kynnti hvaða austfirsku félög eru á listanum og þau samskipti sem hún hefur átt við þau.

3. Skýrsla skrifstofu:
Hildur fór yfir skýrslu skrifstofu. Efni skýrslu:

Haukur Valtýrsson og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ funduðu í Egilsstaðaskóla þann 6. október og kynntu umsókn íþróttabandalaga að UMFÍ. Fimm mættu til fundar.

9. bekkur Fellaskóla óskaði eftir innkomu UÍA vegna Hreyfiviku og forvarnardags. Framkvæmdastýra heimsótti skólann 8. okt sá um ,,worldcafé“ um mikilvægi hreyfingar á víðum grunni, fór í hópleiki og skildi börnin eftir með margvísleg verkefni sem þau hafa svo unnið að s.s. að prófa íþrótt sem er í boði á svæðinu en þau hafa ekki reynt áður og kynna sér og búa til hreyfiviðburði sem þeim finnast áhugaverðir en eru ekki í boði hér. Í framhaldinu kynnti framkvæmdastýra ringó fyrir bekknum.

Framkvæmdastýra sótti fund fyrir styrkahafa úr EUF í gegnum netið. Þar var starfsemi og ýmsir styrkmöguleikar EUF kynntir. Hjörtur Ágústsson starfsmaður EUF mun koma austur með kynningu 13. nóvember.

Bólholtsbikarinn. Umsóknarfrestur rann út 18. okt, en var framlengdur til 25. okt, umsóknir að tínast inn, fjögur lið skráð nú þegar.

Styrkbeiðnir til sveitarfélaga vegna 2016, hafa verið sendar.

ULM undirbúningshópur fundar mánudaginn 26. okt vegna aðstöðumála fyrir ULM 2017. Rætt við Ómar Braga verkefnsstjóra ULM hjá UMFÍ og hann mun koma austur til skrafs og ráðagerða í nóvember.

Sprettur úthlutunarfundur fer fram 26. okt og formleg úthlutun verður samhliða úthlutun úr Samfélagssjóði Alcoa þann 29. okt.

4. Fjármál, átta mánaða uppgjör.
Átta mánaða uppgjör lagt fram til kynningar.

5. Sambandsþing UMFÍ
Hildur og Gunnar fóru yfir það helsta sem fram kom á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Vík.
6. Undirbúningur ULM 2017
Rætt um hvenær tímabært væri að stofna Unglingalandsmótsnefnd og fyrstu skref undirbúningsins. Áhersla lögð á að skapa stemningu fyrir mótinu og kynna undirbúning þess fyrir þátttakendum og starfsfólki úr öllum fjórðungnum.

7. Undirbúningur fyrir útgáfu Snæfells
Rætt um auglýsingaöflun og aðkomu stjórnar að henni.

8. Önnur mál
G.G. lagði til að keypt yrði rafdrifið skrifborð á skrifstofuna. Samþykkt samhljóða.

Framkvæmdastýra fer á leiðtoganámskeið á Kýpur. Stjórn samþykkir að borga eigið framlag starfsmanns. Tekið af liðnum endurmenntun.


Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 23. nóvember 2015 á Reyðarfirði

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:52
Fundargerð ritaði Elsa Guðný

 

Fundargerð 20151123

Stjórnarfundur UÍA 23. nóvember 2015 kl 17:30, haldinn í grunnskólanum á Reyðarfirði.
Mættir:
1. Síðasta fundargerð
Fundargerð samþykkt.

2. Innsend erindi
Erindi frá UMFÍ dagsett 2. nóv. Tilnefndingar til nefnda á vegum UMFÍ
kynnt, ákveðið að senda póst aftur á aðildarfélög.
Erindi frá UMFÍ dagsett 12. nóv. Úthlutun úr Umhverfissjóði
Styrkur sem sótt var um 2012 skreið fram í dagsljósið, þarf að huga að þessu. Spurning um að koma á fót umhverfisstefnu. Reyni og Hlöðver falið að skoða umhverfisstefnur.
Erindi frá Bjarneyju Jónsdóttir á Vopnafirði dagsett 21. nóv. Fræðsluerindi UMFÍ
Bjarney hefur áhuga á að fá Sabinu Landsfulltrúa hjá UMFÍ til að koma austur einnig væri gaman ef hægt væri að tengja hennar komu við Jörgen Nílesson saman við þá komu.

3. Skýrsla skrifstofu
Sprettsúthlutun fór fram í tenglsum við úthlutun úr Samfélagssjóði Alcoa á Fáskrúðsfirði 29. okt. Gunnar og Reynir stóðu sig með sóma.

Erasmus + námskeið
Framkvæmdastýra sótti S.O.A.P II námskeið á Kýpur 1.-8. nóv. Fróðleg og skemmtileg ferð.Miklir möguleikar á ungmennaskiptaverkefnum víða um Evrópu. Tengsl við og áhugi á mögulegu samstarf t.d. við Írland, Lichtenstein og fleiri lönd. Áhugasamir höfðu strax samband og sýna áhuga á að koma til okkar. Það eru ágætis líkur á að fá styrki hjá EUF, sækja þarf um fyrir 1.febrúar. Setja allt á fullt að undirbúa umsóknir í janúar.
Í framhaldinu sótti framkvæmdastýra námskeið EUF sem haldið var á Egilsstöðum 13. nóv. Margt ganglegt kom fram, góðir möguleikar á styrkjum hér og ýmis góð ráð við gerð umsóknar.
Bólholtsbikarinn kominn í gang 4 lið, Fjarðabyggð, Unglingalið Hattar, Egilsstaðanautin og Sérdeildin. Úrslitahátíð 19. mars. Hátíðin verður með breyttu sniði, spilað verður í undanúrslit og svo einn dagur alvöru úrslit.

Snæfell
Efnistök komin nokkuð á hreint, auglýsingasala stendur í 1,2 milljónum, áætlaður kostnaður við útgáfu er um 970.000 kr. Hildur ítrekar að stjórn beiti sér í þeim fyrirtækjum sem þau þekkja til.
Vantar töluvert uppá auglýsingatekjur seú nægar.

Bikarmót UÍA í sundi.
Haldið á Djúpavogi 22. nóv í tengslum við æfingabúðir með Inga Þóri Ágústssyni. Góð þátttaka, Neisti, Austri, Þróttur, Sindri og Höttur tóku þátt. Austri sigraði, Neisti í öðru sæti.
Unnið með Splash nýtt mótaforrit, ýmsir hnökrar sem skrifast á reynsluleysi og nokkuð flókið stigakerfi mótsins. En margt jákvætt líka vorum með þrjá austfirska dómara á mótinu. Misstök urðu við verðlaunaafhendingu. Keppendur 10 ára og yngri fengu í nokkrum tilvikum verðlaun vegna misskilnings hjá starfsmönnum.

UMF Egill rauði hélt 100 ára afmæli sitt 22. nóv. Gunnar mætti færandi hendi og borðaði kökur!
Súkkulaðikakan mjög þung í maga en fullt af öðru góðgæti líka. Skemmtilegt afmæli félagið stefnir á nokkur verkefni meðal annars örnafnaskrá. Einnig verður félagið með bókaupplestur um næstu helgi.

Góður árangur Austfirðinga á Silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum, Haustmóti FSÍ í fimleikum og á Íslandsmóti 3. og 5. fl í blaki á Norðifirði um nýliðna helgi.

Framundan Bæjarráðsfundur í Fjarðabyggð 7. des.
Gunnar Gunnarsson og Hildur Bergsdóttir koma til með að mæta.
4. Fjármál
Litið yfir ársreikninginn það sem komið er, slatti af spurningum um hann en þá færri en síðast. Aðeins spáð í Ungverjalandsferðina og það sem uppá vantar þar. Umræða um video og Sprett Sporlanga og hvernig er hægt að klára það, Sprettur þarf allavegna að komast á bretti í janúar og þá verður vonandi hægt að halda áfram. Jósep og Gunnar karpa um launamál Hildar og hækkunina sem hún átti að fá en hefur ekki fengið því þeir héldu að hinn ætlaði að græja það.
5. Formannafundur ÍSÍ
Formannafundur ÍSÍ verður í næstu viku. Ákveðið að Hildur Bergsdóttir fari fyrir okkar hönd farið yfir fundargöng. Umræður um Felix og hvort eigi að styðja flutning yfir í annað kerfi, menn sammála um að Felix sé ekki alslæmur en spurning hvort á að kaupa nýtt og hvað eigi að eyða í það miklum peningum. Vantar pening í afreksíþróttir þar er talað um 1/2 miljarð.
6. Önnur mál
Jósep upplýsir að það stefni í að það verði lið bæði í 2 og 3ja flokki karla í fótbolta, það hefur verið töluverð vinna í búningamálum. Búningarnir verða í UÍA litunum. Mikil gleði með það.
Töluverð umræða um fótbolta sumarsins, velli og fleira skemmtilegt.

Stefnt að næsta fundi í janúar 2016

Fundi slitið 19:20
fundargerð ritaði Pálína Margeirsdóttir

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ