Fundargerð 20160222

Stjórnarfundur 22. febrúar 2016, haldinn kl 17:30 í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Mættir: Gunnar Gunnarsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Reynir Zoega, Jósef Auðunn Friðriksson, Hlöðver Hlöðversson og Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra.

1. Síðasta fundargerð
Engar athugasemdir gerðar við fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt samhljóða.

2. Innsend erindi

- Umsókn Sjósports austur um inngöngu í UÍA
Hildur kynnti umsóknina. Stjórn samþykkir umsókn Sjósports um inngöngu í UÍA með fyrirvara um að laganefndir ÍSÍ og UMFÍ samþykki umsóknina.

- Skýrsla European week of sports
Hildur kynnti erindið.

3. Skýrsla skrifstofu
Hildur fór yfir skýrslu skrifstofu:

Umsókn til EUF um ungmennaskiptaverkefnið F:ire&ice hefur verið send inn og við bíðum nú svara.

Ómar Bragi fundaði með okkur og bæjarstarfsfólki v ULM í lok janúar. Óvissa með tjaldstæði, metnaður til að gera mótið sem glæsilegast og bjóða upp á fjölbreytt greinaframboð.

Tour de Ormurinn undirbúningur í fullum gangi, keppnin verður 13. ágúst. Gengur erfiðlega að fá stóra styrktaraðila að keppninni.

Góð mæting frá okkar fólki á þing KSÍ aðra helgina í febrúar

Lottó verður greitt út á næstu dögum, félögin hafa frest til miðvikudags að skila inn aðalfundargerðum.

Skemmtilegt borðtennisnámskeið um helgina, BTÍ heimsótti okkur og áhugi á frekara samstarfi

Viðburðir framunda:
Fjör og fræðsluhelgi UMFÍ 26.-28. feb. Vopnafjörður, Norðfjörður, Egilsstaðir.

Páskaeggjamót í frjálsum íþróttum á Norðfirði 5. mars

Fríða Rún væntanleg með hlaupakennslu og næringarfræðslu 10. mars á Egilsstaði.

Ungmennahelgi UÍA og JCI 19.-20. mars á Reyðarfirði og úrslitahátíð Bólholtsbikars 19. mars á Egilsstöðum.

Ekki meir námskeið Æskulýðsvettvangsins 19. apríl á Reyðarfirði.

4. Fjármál
Drög að ársreikningi lögð fram og kynnt.

5. Dagskrá þings, tillögur og fl.
Sambandsþing UÍA verður haldið laugardaginn 9. apríl á Vopnafirði og hefst kl. 12:00
Umræða um tillögur og dagskrá verður tekin fyrir á næsta fundi.

6. Starfsmannamál
H.B. vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt drög að endurskoðun samnings við framkvæmdastýru.

Auglýst hefur verið eftir sumarstarfsmanni.

7. Önnur mál
Engin önnur mál tekin fyrir.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:4

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 14. mars kl. 17:30 á skrifstofu UÍA.

Fundargerð ritaði Elsa Guðný.

 

Fundargerð 20160118

Stjórnarfundur 18. janúar 2016 haldinn á Hildibrand Hótel á Norðfirði kl 17:30.
Mættir: Gunnar Gunnarsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Reynir Zoega, Jósef Auðunn Friðriksson, Hlöðver Hlöðversson og Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra.

Formaður lagði til að umsókn í Afreks- og fræðslusjóð UÍA verði tekið fyrir sem sér mál. Samþykkt samhljóða.

1. Síðasta fundargerð
Engar athugasemdir voru gerðar við síðustu fundargerð. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Innsend erindi
- Erindi frá UMFÍ dagsett, 14. janúar, kallað eftir dagsetningum á þingi sambandsins.
Samþykkt að stefna á 16. apríl 2016. Þingið verður haldið á Vopnafirði. Starfsmanni að heyra í Vopnfirðingum varðandi dagsetningu og fundarstað.

-Erindi frá UMFÍ dagsett 21. desember, Hreyfivika UMFÍ haldin að vori en ekki hausti 2016, 22.-28.maí næst komandi. Hvatt til þátttöku.
Lagt fram til kynningar.

-Erindi frá Fríðu Rún Þórðardóttur næringar og íþróttafræðings dagsett 29. nóv. Tilboð um næringarfræðifyrirlestur fyrir íþróttafólk í tengslum við komu hennar hingað austur á vegum Asma- og ofnæmissamtakanna nú í sennilega febrúar. Kr 20.000.
Langt fram til kynningar. Samþykkt að þyggja þetta tilboð. Fjármagn tekið úr fræðslusjóði. Starfsmanni falið að ganga frá málinu.

3. Umsókn í Afreks- og fræðslusjóð UÍA frá Kristni Hjaltasyni.
Samþykkt að styrkja Kristinn um 100.000 krónur.

4. Skýrsla skrifstofu:
Hildur kynnti skýrslu skrifstofu:

UÍA kynnti starf sitt á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Fjarðabyggðar 10. desember.
Nefndarmenn komu með hugmyndir að handboltakynningu á vegum UÍA og hvort sambandið gæti komið að hlaupi yfir Fagradal.

Verðlaunapeningar UÍA. Byrgðir af UÍA peningum að verða uppurnar hjá KLM og viðræður hafnar við Verðlaunagripi Austurlands um að útbúa nýjan UÍA pening, stk verðið verður sennilega um 100-150 kr ódýrara en á gömlu peningunum. Auk þess að sendingarkostnaður dettur út.

Heimasíða, vinna við síðuna í fullum gangi.

5. Verkefni framundan:
Hildur kynnti verkefni framundan:

Frumkvöðlannámskeið UMFÍ fyrir ungt fólk 22. janúar, UÍA á þrjú sæti og þau nýta Helga Jóna Svansdóttir, Benedikt Jónsson og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir.

ULM undirbúningshópur býður heimsóknar frá Ómari Braga Stefánssyni, en ljóst að tjaldstæðamál verða í brennidepli og ólíklegt að tjaldstæðið verði á sama stað og síðast.

Námskeiðsferð UMFÍ á Austurlandi 26.-28. febrúar. Sabína Halldórsdóttir og Jörgen Nilsen kenna námskeiðin Sýndu hvað í þér býr og Jákvæð sálfræði, hópefli og leikgleði.
Föstudaginn 26. feb verður Sabína á Vopnafirði með Sýndu hvað í þér býr auk námskeiðs um útivist barna sem Vopnafjarðarhreppur sér um.
Laugardaginn verða Sabína og Jörgen í VA í Neskaupstað með námskeiðin tvö og sunnudaginn á Héraði.

Undirbúningur umsóknar í Eramus+ vegna ungmennaskiptaverkefnis með Írlandi er í fullum gangi.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar og stefnt á að sækja í sjóðinn f þann tíma.

Hugmyndavinna vegna Ungmennaskiptaverkefnis með Ungverjalandi er einnig hafin en það ferli mun skemur á veg komið.

Fyrirhugaðar kynningarheimsóknir til sveitastjórna og aðildarfélaga á Vopnafirði 26. feb og Seyðisfirði á næstunni,

Unnið í samstarfi við JCI að ungmennadegi UÍA og JCI, gagnkvæmur áhugi á verkefninu og rætt um að dagskráin miði að sjálfsstyrkingu/uppbyggingu, verkefnastjórnun og hópefli auk kynninga á starfi JCI og UÍA, dagsetning liggur ekki fyrir.

Borðtennissambandið og SamAust hafa áhuga á að vera með borðtennisnámskeið á Austurlandi, annars vegar fyrir börn og unglinga og hinsvegar f fullorðna. Áhugi á Fljótsdalshéraði og hans leitað víðar. Beiðið eftir kostnaðaráætlun frá Borðtennissambandinu. 75.000 kr kostnaður vegna þess.

6. Snæfell
Rætt um síðasta blað.

7. Fjárfestingar á árinu.
Framkvæmdastýra og formaður fóru yfir fjárfestingar sem nauðsynlegt er að fara í árinu. Kominn er tími á að kaupa nýja fartölvu og rafknúið skrifborð á skrifstofu. Samþykkt að veita allt að 250.000 krónum í nýja fartölvu og skoða málin varðandi skrifborð.

8. Þing
Framkvæmdastýra fór yfir ályktanir sem samþykktar voru á síðasta þingi og beint var til stjórnar.

9. Fyrirmyndarhéraðssamband
Framkvæmdastýra kynnti verkefnið Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og fór yfir þau skilyrði sem héraðssamböndin þurfa að uppfylla til að hljóta nafnbótina.
Samþykkt að UÍA uppfylli eftirfarandi skilyrði fyrir næsta þing:

1A: Skipurit til staðar
1B: Hlutverk stjórnar og starfsmanna er skilgreint.
2C: Íþróttahérðaðið hefur markað sér stefnu í umhverfismálum.

10. Önnur mál
Ráðning sumarstarfsmanns: Ekki búið að ganga frá ráðningu sumarstarfsmanns en viðræður í gangi.

Stefnt á næsta fund 15. febrúar á Reyðarfirði

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:53

Elsa Guðný ritaði fundargerð.

 

Fundargerð 20150930

Stjórnarfundur 30. september 2015. Haldinn kl 17:30 á skrifstofu UÍA.
Mættir Gunnar, Jósef, Elsa, Hlöðver, Hildur
Pálína og Auður Vala boða forföll.

1.Síðasta fundargerð
Fundargerð samþykkt samhljóða.

2.Innsend erindi
Tölvupóstur frá ÍSÍ, dagsettur 16. sept. Tilkynning um dagsetningu formannafundar ÍSÍ sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 27. nóvember næstkomandi.
- Athuga hver fer þegar nær dregur

Tölvupóstur frá ÍSÍ dagsettur 10. sept. Fyrirmyndarhéraðssambönd ÍSÍ, skilyrði sem fyrirmyndarhéraðssambönd skulu uppfylla liggja fyrir.
- Stefnt á að faran nánar yfir skilyrðin á næsta fundi.

Tölvupóstur frá ÍSÍ dagsettur 4. sept. Nýr bæklingur um íþróttir barna.
- Lagt fram til kynningar.

Tölvupóstur frá ÍSÍ dagsettur 28. ágúst. Yfirlit yfir þau félög sem enn eiga eftir að skila starfskýrslu í FELIX.
- Hildur er í sambandi við þau félög sem enn eiga eftir að skila.

3. Skýrsla skrifstofu:

Sprettur opið fyrir umsóknir til 4. október.
- Hildur lýsti sig vanhæfa til að annast umsýslu Spretts að þessu sinni vegna tengsla við einn umsækjanda.

Hreyfivika í síðustu viku. Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Vopnafjörður, Breiðdalsvíkurhreppur og Fljótsdalshreppur bætast við. Um 80 viðburðir á Austurlandi.
UÍA bauð upp á að halda viðburð í öllum sveitarfélögum sem tækju þátt.
Rathlaup á Héraði, Ringó og hláturjóga á Seyðisfirði, Ringó á Fáskrúðsfirði, Fjölskylduganga á Laugarfell fjall UÍA 2015 í Fljótsdal. Ætluðum með víðavangshlaup á Vopnafjörð en komumst ekki fyrir í dagskrá og förum síðar.

Sótt um í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ fyrir:
Farandþjálfun
Ungverjalandi.

Verkefnin framundan
Heimsókn SSÍ 2.-4. október. Fræðslu- og æfingahelgi ætluð þjálfurum, sundiðkendum og foreldrum þeirra.

Minningarmót um Hermann Níelsson 10. okt. Eiðavinir hafa óskað eftir aðkomu UÍA að minningarmóti um Hermann Níelsson fyrrum formann og framkvæmdastjóra. Körfuboltamót og víðavangshlaup á dagskrá.

Þing UMFÍ 17.-18. okt á Vík. Eigum 7 sæti. Þingfulltrúar:

Ferð til Vopnafjarðar, víðavangshlaup, Sprettsupptökur, fundað með sveitarstjórn og félögum.
Ást geng hatri á Austurlandi 200.000 kr styrkur úr Samfélagssjóði Landsvirkjunnar dugar ekki til. Fjármagns leitað áfram.
Snæfell. Auglýsingasala, efnistök.
Framkvæmdastýra á sæti á “S.O.A.P. – Sports, Outdoor Activities and Participation” Erasmus+ verkefni á Kýpur 2.-8. nóvember.
4. Sumarið
Farandþjálfun 6. júní-10. júlí
Frjálsíþróttaskóli 22.-26. júní
Launaflsbikarinn 8. júní-17. ágústa
Sumarhátíð 10.-12. júlí
Greinamót eitt á mánuði yfir sumarið
Álkarlinn (Urriðavatnssund, Barðsneshlaup og Ormur)
Urriðavatnssundið 25. júlí
Unglingalandsmót 31.júlí -3. ágúst
Tour de Ormurinn 14.-16. ágúst
Skógarhlaup 16. ágúst
Spretts sporlangaleikar 18. ágúst

- Rætt um mikið álag á skrifstofu á ákveðnum tímum síðastliðið sumar. Ljóst að endurskoða þarf sumardagskrána til að dreifa álagi betur. Gunnar lagði til að á næsta ári verði Frjálsíþróttaskólanum sleppt en farandþjálfunin efld í staðinn. Í því sambandi verði athugað hvort UMFÍ vilji setja fjármagn í farandþjálfunina í staðinn fyrir Frjálsíþróttaskólann. Samþykkt samhljóða.

5. Ungmennaskiptaverkefni í Ungverjalandi.
- Hildur og Gunnar sögðu frá ungmennaskiptaverkefni sem 12 ungmenni frá UÍA tóku þátt í í Ungverjalandi.

6. Önnur mál
- Hildur óskaði eftir 25.000 kr. líkamsræktarstyrk. Samþykkt samhljóða.

7. Næsti fundur
Næsti fundur boðaður þann 26. október á Reyðarfirði. Pálínu falið að finna fundarstað.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:07.

Fundargerð ritaði Elsa Guðný

 

Fundargerð sambandsþings 2015

Fundargerð 65. sambandsþings UÍA, Hallormsstað 11. apríl 2015

1. Þingsetning - kl. 11:20
Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, ávarpaði fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Talaði um það sem framundan er. Landsmót 2017 og gerð myndbanda um íþróttagreinar.
Sýnt myndband þar sem Sprettur Sporlangi heimsækir sundæfingu hjá Neista á Djúpavogi og fimleikaæfingu hjá Hetti á Egilsstöðum.
2. Skipun starfsmanna þingsins:
a) Tillaga um Gunnþórunni Ingólfsdóttur, Þristi, sem fundarstjóra. Samþykkt með lófaklappi.
Gunnþórunn tekur við fundarstjórn.
b) Tillaga um Hildi Jórunni Agnarsdóttur og Þorvarð Ingimarsson, Þristi, sem ritara. Samþykkt með lófaklappi.
c) Tillaga um Jósef Auðunn Friðriksson, Súlunni, sem formann kjörbréfanefndar og með honum Elsa Guðný Björgvinsson og Jóhann Arnarson. Samþykkt með lófaklappi. Kjörbréfanefnd tekur til starfa.

3. Skýrsla stjórnar
Gunnar Gunnarsson, formaður, kynnti skýrslu stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. – sjá skýrslu

4. Skýrslur sérráða - kl. 11:40
a) Frjálsíþróttaráð: Elsa Guðný Björgvinsdóttir kynnti skýrsluna. – sjá skýrslu
b) Sundráð: Jóhann Valgeir Davíðsson kynnti skýrsluna (formann vantar fyrir ráðið). – sjá skýrslu
c) Knattspyrnuráð: Stefán Már Guðmundsson kynnti starf 2. flokks UÍA. - sjá skýrslu (sýnd á skjávarpa)
d) Glímuráð: Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra, kynnti skýrsluna fyrir hönd glímuráðs og Þóroddar Helgasonar - sjá skýrslu
e) Skíðaráð: Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra, kynnti skýrsluna fyrir hönd skíðaráðs – sjá skýrslu

5. Ársreikningur 2014 – kl. 12:15
Gunnlaugur Aðalbjarnarson kynnti reikninga UÍA. Hagnaður af rekstri sambandsins í fyrra var 1,9 milljón króna. Tekjur sambandsins voru nokkru meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Rekstrartekjur: 10.821.929
Rekstrargjöld: 9.300.004
Fjármunatekjur og gjöld: 388.736
Eignir samtals: 27.282.107
Skuldir: 15.315.984

6. Umræður um skýrslu stjórnar, sérráða og ársreikninga. – 12:20
Davíð, formaður Hattar, – gott samstarf – ánægður með heimsókn að sunnan ÍSÍ – hreyfivikan eflist, ánægður með það – hrósar frjálsíþróttaráði, virkt, stendur sig vel – samfélagslega skemmtilegt er Launafls og Bólholtsbikarinn – Unglingalandsmót 2017, hlakkar til.
Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar – þakkar stjórn fyrir gott starf og góða skýrslu – tekur undir orð Davíðs um gott starf frjálsíþróttaráðs, sérstaklega þar sem aðstaðan er ekki góð og mikla vinnu þarf til að halda iðkendum inni og finna nýja
Skarphéðinn Smári, Hetti – þakkar Stefáni fyrir gott starf með 2. flokk – hefur áhyggjur yfir brottfall iðkenda í fótbolta – vill að UÍA veki meiri athygli á þessu brottfalli og skoði hvort hægt sé að gera eins og hafa 2. flokk kvenna
Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar – ræddi um Sprett, að starfsmaður UÍA, láti vita af úthlutun, sérfélögin hafa ekki starfsmann - verkefni fyrir UÍA að halda málþing um brottfallið, gríðarlega dýrt fyrir iðkendur að stunda sína íþrótt vegna langra vegalengda, það er partur af brottfallinu
Elsa Guðný – þakkar fyrir hlý orð í garð frjálsíþróttaráðs – þakkar fyrir starfið í kringum 2. flokk – brottfall: stóra vandamálið, eykst með aldri iðkenda, reyna að senda iðkendur t.d. suður í þjálfun og prófa eitthvað nýtt til að viðhalda áhuga, það er tilgangurinn með úrvalshópnum – hrósar skýrslu stjórnar.
Gunnar Gunnarsson – þakkar þinggestum – beitt sér fyrir að skoða ferðakostnað – tekur ábendingum varðandi brottfall – tekur við ábendingum um Sprett, skv. Reglum sjóðsins er styrkurinn virkur í eitt ár, nú fer stjórn yfir ósótta styrki á tveggja ára fresti, ef ósótt þá aftur inn í sjóðinn
7. Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa.
Formaður kjörbréfanefndar, Jósef Auðunn Friðriksson, gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. 36 fulltrúar frá 21 félagi eru skráðir á kjörbréf. 34 eru mættir. (frá því þegar fundurinn hófst, en eru enn að berast)

Fulltrúar á kjörbréfum taldir upp með nafnakalli.
UMF Þristur: Bjarki Sigurðsson, Bergrún Þorsteinsdóttir, Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson
Hestamannafélagið Freyfaxi: Valdís Hermannsdóttir og Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson.
UMF Neisti: Lilja Dögg Björgvinsdóttir.
Skíðafélagið í Stafdal: Dagbjartur Jónsson
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs: Máni Jósefsson
UMF Súlan: Jóhanna G Halldórsdóttir og Jósef A. Friðriksson.
Íþróttafélagið Huginn Seyðisfirði: Jóhanna Pálsdóttir og Ragnhildur Billa Árnadóttir
UMF Einherji: Kristján Magnússon
UMF Valur: Bjarni Jóhannesson
UMF Ásinn: Elsa Guðný Björgvinsdóttir.
Skotfélagið Dreki: Hjálmar Gísli Rafnsson og Helgi Rafnsson.
Boltafélag Norðfjarðar: Roy Heorn
Hestamannafélagið Blær: Þórhalla Ágústsdóttir
Íþróttafélagið Höttur: Davíð Þór Sigurðsson, Skarphéðinn Smári Þórhallsson, Jóney Jónsdóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Óðinn Gunnar Óðinsson, Gauti Mári Guðnason, Cynthia Crawford.
Íþróttafélagið Þróttur: Stefán Már Guðmundsson, Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, Guðrún Sólveig Sigurðardóttir.
Golfklúbbur Byggðaholts: Jóhann Arason.
UMF Austri: Jóhann Valgeir Davíðsson.
Skotfélag Austurlands: Sigurður Aðalsteinsson.
Skotmannafélag Djúpavogs: Skúli Benediktsson og Hörður Ingi Þórbjörnsson.
Brettafélag Fjarðabyggðar: Reynir Zoéga.

8. Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
Reikningar voru samþykktir samhljóða.
Skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða

9. Vísan mála í nefndir – kl. 12:45
a) Formaður fjárhags- og laganefndar: Davíð Þór Sigurðsson
b) Formaður íþrótta- og fræðslunefndar: Þórhalla Ágústsdóttir
c) Formaður allsherjarnefndar: Bjarki Sigurðsson

Gunnlaugur Aðalbjarnarson kynnti tillögur 1 og 2 og vísaði til nefnda.
Gunnar Gunnarsson, formaður kynnti aðrar tillögur og vísaði til nefnda.

10. Veiting viðurkenninga – kl. 12:55
Gunnar Gunnarsson kynnir þá sem veitt er viðurkenning:
Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Hildur Bergsdóttir, veittu eftirtöldum starfsmerki UÍA.
Bjarki Sigurðsson, Þristi
Magnhildur Björnsdóttir, Þristi
Skúli Björnsson og Þórunn Hálfdánardóttir, Þristi
Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Jóney Jónsdóttir, Hetti
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, Þrótti.
Fulltrúi UMFÍ; Björk Jakobsdóttir, veitti tvö starfsmerki. Þau hlutu Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Sigurður Aðalsteinsson.
Fulltrúi ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður, veitti tvær heiðursviðurkenningar. Þær hlutu Óttar Ármannsson og Hafsteinn Pálsson.

11. Hádegisverður – kl. 13:07
Kjötsúpa á Hótel Hallormsstað.

12. Ávörp gesta kl. 13:55
a) Fulltrúi UMFÍ: Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður – góðar niðurstöður reikninga og góð skýrsla stjórnar UÍA – gott starf – stendur fyrir fjölbreyttum verkefnum – stefnumótun landsmóta – fyrsta vetrarlandsmót á Ísafirði í febrúar 2016 – ungmennaráðið virkt – þakkir fyrir sjálfboðaliðastarf allra sem að starfi ungmennafélaganna hefur komið – góðar óskir um framtíðina í starfinu
b) Fulltrúi ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður – kveðjur frá Reykjavík – fjallaði um aðstöðu og aðstöðuleysi ungmennafélaganna, að einhver sem hefur hjartað á réttum stað og vinnur að málefnum iðkendanna skiptir meira máli en aðstaðan að sögn hans – smáþjóðaleikarnir – nefnir alls konar verkefni sem styðja hreyfingu, svo sem Hjólað í skólann, allt eru þetta verkefni sem hafa gengið vel, fengið verðlaun frá Norðurlöndum – Annað stórt verkefni, eitt ár í Ólympíuleikana í Ríó, undirbúningur kominn á fullt – segir fjárhag UÍA traustan – hamingjuóskir til þeirra sem hlutu viðurkenningar
c) Fulltrúi Fljótsdalshéraðs, Óðinn Gunnar Óðinsson, í forföllum Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra – gott og mikilvægt starf unnið í UÍA – starfið svo gróskumikið að bæjarfélagið hefur átt erfitt með að fylgja því eftir með t.d. aðstöðu – landsmótið 2017, byrjaðir að undirbúa það – þakkir til UÍA fyrir gott starf
d) Fulltrúi Fljótsdalshrepps, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti. – í vor verður aflagt skólastarf í Hallormsstaðaskóla sem byggður var árið 1967 vegna nemendafæðar, gaf innsýn í skólastarfið með því að grípa niður í afmælisrit skólans þegar skólinn var 20 ára – þar sagði frá því að ekkert íþróttahús var við skólann en lá þó á teikniborðinu. Það rís síðan árið 1991. Las einnig um sýn skólastjórnenda, nemenda og kennara.

14. Nefndastarf hefst. – kl. 14:20
Gunnar Gunnarsson gerir grein fyrir fyrirkomulagi. Fjárhags- og laganefnd þar sem Dagur Sigurðsson er formaður. Nefndin fjallar um tillögur 1, 2, 3, 8, 11 og 13. Íþrótta- og fræðslunefnd þar sem Þórhalla Ágústsdóttir er formaður. Nefndin fjallar um tillögur 4, 5, 6, 7, 12 og 15 og Allsherjarnefnd þar sem Bjarki Sigurðsson er formaður. Nefnin fjallar um tillögur 9, 10, 14, 16, 17 og 18.
Þingfundafulltrúar velja sér nefnd til að starfa í. Eiga nefndir að skila af sér kl. 15.

15. Afgreiðsla mála úr nefndum
Tillaga nr. 1: Fjárhagsáætlun
Sjá fylgiskjal.
Fjárhags- og laganefnd leggur til eftirfarandi breytingu á fjárhagsáætlun:
500.000 kr verði veitt til starfs sérgreinaráðanna fimm (frjálsíþróttaráðs, sundráðs, glímuráðs, knattspyrnuráðs og skíðaráðs). Hvert ráð fái til ráðstöfunnar 100.000 kr í verkefni sín á árinu svo fremi sem ráðin séu starfshæf og virk.
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða með breytingartillögu nefndarinnar.

Tillaga nr. 2: Breytingar á reglugerð um úthlutun lottótekna
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015 leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð um lottó.

Er:
2. gr. Skipting 40% tekna félaga
b) 40% skipt eftir fjölda skráðra iðkenda 16 ára og yngri. (Hver iðkandi telur einu sinni hjá hverju félagi)

Verði:
2. gr. Skipting 40% tekna félaga
b) 40% skipt eftir fjölda skráðra iðkenda 17 ára og yngri. (Hver iðkandi telur einu sinni hjá hverju félagi)

Er:
3. gr. Skilyrði fyrir úthlutun 40% tekna til félags
3. Félag sendi fulltrúa á sambandsþing.

Verði:
3. gr. Skilyrði fyrir úthlutun 40% tekna til félags
3. Félag sendi að lágmarki 1/3 hluta fulltrúafjölda síns á sambandsþing

Er:
4. gr. Um aðildargjöld félaga
Fast árlegt gjald er innheimt af hverju virku aðildarfélagi (2011 sé gjald 5.000 kr.) og árlega verði að auki innheimt kr. 100 á félagsmann.
Sé ekki tekjur á móti félagsgjöldum eru þau innheimt sérstaklega með greiðsluseðli.

Verði:
4. gr. Um aðildargjöld félaga
Árlega verði innheimtar 100 kr. á hvern félagsmann af hverju virki félagi.
Sé ekki tekjur á móti félagsgjöldum eru þau innheimt sérstaklega með greiðsluseðli

Samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 3: Ferðasjóður
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, fagnar breytingu á ferðasjóði íþróttafélaga í þá átt að ferðum þeirra félaga sem um lengstan veg eiga að fara sé gefið aukið vægi. Þingið minnir þó á að enn sé töluvert í land með að jafna aðstöðumun íþróttafélaga til keppni.

Samþykkt samhljóða.


Tillaga nr. 4: Farandþjálfun
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, telur farandþjálfun sambandsins ómissandi hlekk í starfi þess og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að tryggja áframhald hennar.


Íþrótta- og fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
65. þing ÚÍA, haldið á Hallormsstað 11.apríl 2015, telur farandþjálfun sambandsins ómissandi hlekk í starfi þess og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að festa verkefnið í sessi og tryggja fjármögn þess.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða, aðaltilaga felld samhljóða.

Tillaga nr. 5:unglingalandsmót 2017
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Ungmennafélags Íslands að fela UÍA að halda Unglingalandsmót á Egilsstöðum árið 2017. Þingið beinir því til stjórnar að hefja strax undirbúning mótsins í samvinnu við aðildarfélög og sveitarfélög til að það verði sem glæsilegast og fjórðungnum til sóma.
Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 6: Unglingalandsmót
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur aðildarfélög UÍA til að standa saman um
þátttöku á 17. Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri 31. júlí-3. ágúst 2015.

Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 7: Landsmót 50+
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur stjórn UÍA til að vinna að því að Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið á sambandssvæðinu á allra næstu árum. Þingið hvetur jafnframt
aðildarfélög UÍA til að sameinast um myndarlega sveit á fjórða Landsmót eldri ungmennafélaga
sem haldið verður á Blönduósi í sumar.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 8: Getraunir
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015 skorar á íþrótta-, ungmennafélags- og öryrkjahreyfinguna að standa vörð um lottó sem er hagsmunamál þessarra hreyfinga.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 9: Áfengisauglýsingar
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, beinir því til aðildarfélaga sinna að bera ekki
áfengisauglýsingar á búningum sínum né tengja nafn félaganna við áfengi.

Afgreiðslu tillögu frestað. Eftirfarandi breytingartillaga borin upp af Skarphéðni Smára Þórhallssyni
Breytingartillaga:
Tillaga nr. 9: Áfengisauglýsingar
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, beinir því til aðildarfélaga sinna að auglýsa ekki áfengi né tengja nafn félaganna við áfengi.

Breytingartillaga Samþykkt samhljóða, aðaltillaga felld samhljóða.

Tillaga nr. 10: Tóbaksnotkun
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015,skorar á aðildarfélög að leggjast gegn allri
tóbaksnotkun, þar með talið munntóbaks í öllu ungmenna- og íþróttastarfi og beiti sér fyrir aukinni forvarnarfræðslu um skaðsemi á notkun tóbaks.

Samþykkt samhljóða


Tillaga nr. 11 Stuðningur hins opinbera
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur Alþingi til að styðja héraðssambönd með
myndarlegum fjárframlögum, sambærilegum þeim sem sérsambönd innan ÍSÍ fá til eflingar á því
mikilvæga starfi sem þau standa fyrir.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 12. Sumarhátíð
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur aðildarfélög til að mæta fylktu liði á
Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum 10. - 12. júlí 2015.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 13: Fjárhagsstuðningur
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, samþykkir að fela stjórn UÍA að færa austfirskum sveitarfélögum þakkir fyrir stuðning við UÍA og íþrótta- og ungmennastarf í fjórðungnum á liðnum árum. Þingið hvetur sveitarfélögin til að styrkja stoðir íþróttalífs í fjórðungnum öllum og mynda einingu um starf UÍA sem héraðssambands allra Austfirðinga.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 14: Stefnur og siðareglur
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, felur stjórn UÍA að fá vottun sem
fyrirmyndarhéraðsamband ÍSÍ.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 15: Landsverkefni
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015,hvetur aðildarfélög til að taka á myndarlegan hátt þátt í landsverkefnum á vegum UMFÍ og ÍSÍ, til dæmis Hættu að hanga, komdu að synda, hjóla eða ganga, Ísland á iði, Lífshlaupinu, Fjölskyldan á fjallið, Kvennahlaupinu og Hjólað í vinnuna.
Íþrótta- og fræðslunefnd leggur fram breytingartillögu:
65.þing ÚIA, haldið á Hallormsstað 11.apríl 2015, hvetur aðildarfélög til að taka á myndalegan hátt þátt í landsverkefnum á vegum UMFÍ og ÍSI, til dæmis Hættu að ganga , komdu að synda, hjóla
Eða ganga , Ísland á iði, Lífshlaupinu, Fjölsskyldan á fjallið, Kvennahlaupinu, Hreyfivikunni og Hjólað í vinnuna.

Breytingartillaga samþykkt samhljóða, aðaltillaga felld samhljóða.

Tillaga nr. 16: Rödd Austurlands
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur aðildarfélög í samstarfi við stjórn UÍA til
að taka virkan þátt í þingum, fundum og öðru starfi landssambanda sem þau eiga aðild að til að
tryggja að rödd Austurlands heyrist hátt og skýrt.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 17: Merki UÍA
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015,hvetur aðildarfélög til að halda merki UÍA á lofti við viðburði á vegum aðildarfélaga UÍA.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 18: Skipulag funda og leikja á landsvísu
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, skorar á sérsambönd, ÍSÍ og UMFÍ að skipuleggja fundi og viðburði á sínum vegum þannig að tekið sé ríkt tillit til hagsmuna aðila af landsbyggðinni sem þurfa eða vilja sækja þá. Þá skorar þingið á sömu aðila að tryggja að kappleikir og mót séu tímasettir þannig að fórnar- og ferðakostnaður verði sem minnstur.

Allherjarnefnd leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, skorar á sérsambönd, ÍSÍ og UMFÍ að skipuleggja fundi og viðburði á sínum vegum þannig að tekið sé ríkt tillit til hagsmuna aðila af landsbyggðinni sem þurfa eða vilja sækja þá. Þá skorar þingið á sömu aðila að tryggja að kappleikir og mót séu tímasettir og upplýsingar veittar um þau mót tímanlega þannig að fórnar- og ferðakostnaður verði sem minnstur.

Breytingartillaga samþykkt samhljóða, aðaltillaga felld samhljóða.

Tillaga nr .19 Brottfall ungs fólks úr íþróttum
Íþrótta- og fræðslunefnd leggur fram viðbótartillögu:
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, felur stjórn ÚÍA að standa fyrir fundaherferð og málþingi með aðildafélögum ÚÍA og skólum á svæðinu um brottfalli ungs fólks úr íþróttum.

Samþykkt samhljóða

Fjárhags- og laganefnd leggur fram eftirfarandi viðbótartillögu:
Tillaga nr. 20: Gjaldtaka sérsambanda
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015 hvetur ÍSÍ til að banna sérsamböndum að gjaldfæra félög inann sérsambanda eftir skráningu iðkenda 17 ára og yngri í Felix.
Greinagerð: Með því er hvatt til þess að Felix sé eins réttur og kostur er og að félög séu ekki að draga úr iðkendafjölda. Aðildarfélög UÍA telja sig ekki vera að fá þjónustu í samræmi við gjöldin sem þau greiða til sérsambanda.

Stuttar umræður urðu um tillöguna og var tillögunni fagnað. Samþykkt samhljóða.

Allsherjarnefnd leggur fram eftirfarandi viðbótartillögu:

Tillaga nr. 21: Samræmi upplýsingagjafar á veraldarvefnum
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11.apríl 2015 hvetur aðildarfélög og sérsambönd ÍSÍ og UMFÍ til að samræma upplýsingagjöf á samskipta- og upplýsingamiðlum sínum á netinu til að upplýsingar séu aðgengilegar og auðfinnanlegar fyrir félagsmenn.

Samþykkt samhljóða

16. Kosningar

a) Formaður: Gunnar Gunnarsson gefur kost á sér. Ekki kom fram mótframboð og Gunnar klappaður upp til áframhaldandi formennsku

b) Fjórir menn í aðalstjórn: Jósef Auðunn Friðriksson gefur kost á sér áfram. Auk hans eru í framboði: Pálína Margeirsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Reynir Zoëga. Ekki komu fram aðrar tillögur og þeir sem eru í framboði klappaðir upp
Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Guðrún Sólveig Sigurðardóttir ganga úr stjórn.

c) Þrír menn í varastjórn: Sóley Dögg Birgisdóttir gefur kost á sér áfram. Auk hennar eru í framboði Auður Vala Gunnarsdóttir og Hlöðver Hlöðversson. Klappaðir upp
Ásdís Helga Bjarnadóttir og Böðvar Bjarnason hafa óskað eftir að hætta.

d) Skoðunarmenn reikninga: Sigurbjört Hjaltadóttir og Sigurjón Bjarnason gefa kost á sér sem aðalskoðunarmenn, Margrét Vera Knútsdóttir og Gunnar Jónsson til vara.Klappaði upp

17. Önnur mál

a) Fundarstaður næsta þings: Magnús Már Þorvaldsson, Einherja á Vopnafirði
b) Sumarstarfið: Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra
c) Innganga nýrra aðildarfélaga: Gunnar Gunnarsson formaður lagði til að Brettafélag Fjarðabyggðar og Skotmannafélag Djúpavogs yrðu staðfest sem ný aðildarfélög UÍA. Bæði félögin samþykkt sem aðildarfélög
d) Mathákur og kjaftaskur þingsins heiðraðir: Mathákur þingsins var valinn Roy Hoyrn Boltafélagi Norðfjarðar og kjaftaskur þingsins var valinn Stefán Már Guðmundsson Þrótti.
e) Annað Gunnlaugur tók til máls og þakkaði fyrir sig og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar. Þakkaði UÍA fyrir störf sín.
Gunnar Gunnarsson sagði frá að til hefði staðið að veita viðurkenningu fyrir íþróttamann ÚÍA fyrir 2014 en þar sem hún gat ekki mætt verðir það að bíða betri tíma. En titilinn hlýtur Eva Dögg Jóhannsdóttir glímukona úr Val. Hún hlaut einnig titilinn í fyrra.
17:00 Þingslit

Fundargerð 20150528

Stjórnarfundur 28. maí 2015 kl 17:30, haldinn á skrifstofu UÍA. Mættir: Gunnar Gunnarsson, Reynir, Jósef, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra og Vigdís Diljá Óskarsdóttir sumarstarfsmaður.

1. Innsend erindi
Hildur kynnti tvö erindi sem borist hafa frá UMFÍ þar sem annarsvegar er óskað eftir umsóknum um að halda 7. landsmót UMFÍ 50+ árið 2017 og hins vegar um að halda 21. unglingalandsmót UMFÍ 2018.

UÍA sækir ekki um að halda 7. landsmót UMFÍ 50+ árið 2017 þar sem sambandið heldur unglingalandsmót UMFÍ það ár.

2. Stjórn skiptir með sér verkum
Formaður lagði til að Elsa Guðný tæki að sér stöðu ritara og Jósef stöðu gjaldkera. Samþykkt samhljóða.

3. Formaður kynnir starf UÍA
Formaður fór yfir starfsemi sambandsins undanfarin ár og verkefni framundan.

4. Sumarstarfsmaður kynntur
Vigdís Diljá Óskarsdóttir, sumarstarfsmaður á skrifstofu kynnt til leiks.

5. Skýrsla skrifstofu:
Hildur flutti skýrslu skrifstofu.

Undirbúningsnefnd 50+: Gengur illa að manna nefnd, búið að hafa samband við æði marga en fáir geta gefið kost á sér í verkefnið, en markmið þess er að efla tengsl UÍA við eldri ungmennafélaga og hvetja þá til þátttöku í landsmóti 50+ og fleiri verkefnum. Sigurður Aðalsteinsson hefur gefið kost á sér (Berglind á Fáskrúðsfirði og Jónas eru til í að leggja þessu lið eftir föngum en verða lítið á svæðinu fram að móti).

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ: Undirbúningur kominn af stað. Búið að fá Nýung sem gististað.

Farandþjálfun: Allt að vera klárt og rúnturinn svona:
Mánudagar:
Neisti Djúpavogi
11:00-11:40, 10 ára og yngri
11:40-12:40, 11 ára og eldri

Þriðjudagar:
Súlan Stöðvarfirði
10:00-11:30, allur aldur saman til kl 11:00, þá fara 10 ára og yngri heim en eldri halda áfram.

Leiknir Fáskrúðsfirði
12:30-14:00 allur aldur saman til kl 13:30, þá fara 10 ára og yngri heim en eldri halda áfram.

Miðvikudagar:
Þróttur Neskaupstað
10:00-11:00, 10 ára og yngri
11:00-12:00 11 ára og eldri

Valur Reyðarfirði
13:00-14:00, 10 ára og yngri
14:00-15:00, 11 ára og eldri

Fimmtudagar:
Einherji, Vopnafirði
10:00-11:00 10 ára og yngri
11-12:30 11 ára og eldri

Föstudagar:
Þróttur Neskaupstað
10:00-11:00, 10 ára og yngri
11:00-12:00 11 ára og eldri

Leiknir Fáskrúðsfirði
13:15- 14:30 allur aldur saman til kl 14:00, þá fara 10 ára og yngri heim en eldri halda áfram.

Vigdís Diljá tekur einn hring og kynnir fimleika til þeirra sem áhuga hafa og Haraldur Gústafsson annan með bogfimikynningu. BVA búið að gefa vilyrði fyrir bíl en aðrir styrkir hafa ekki fengist. Eigum 50.000 kr ringókynningarstyrk sem mun nýtast í verkefnið, og útistandi er umsókn í verkefnasjóð UMFÍ.

Sumarhátíð: Ýmsar nýjungar í boði samhliða rótgrónum greinum. Fáum inn Crossfit kynningu og mót, Bogfimi kynningu og mót, auk þess sem keppt verður í körfuboltaþrautum, ljóðaupplestri, þá er líka stefnt á samstarf við félag eldri borgara um eldri borgara íþróttir á föstudegi. Viðræður við Sláturhús um afþreyingardagskrá og við Fljótsdalshérað um möguleikann á frisbigolfkynningu og keppni ef aðstaða verður klár.
Gengur vel að fá styrki.

Sprettur Afrekssjóður: 32 umsóknir, úthlutnarnefnd hittist aðra vikuna í júní, stefnt að úthlutun á Sumarhátíð.

Vertu UÍA hreindýr á stormandi ferð/ Sprettur sprettir úr spori!
Tökudagur á Norðfirði á þriðjudag, Blær, blakdeild Þróttar og Kayjakklúbburinn heimsóttir. Gaman og gekk vel.

Álkarlinn: Þríþrautakeppni sem samanstendur af Urriðavatnssundi, Tour de Orminum og Barðsneshlaupinu. Undirbúningur og viðræður við keppnishaldara farnar af stað. Stefnt á slíka keppni sumarið 2106. Alcoa hefur gefið vilyrði fyrir 500.000 kr styrk í verkefni í ár og mögulega smærri styrki næstu tvö ár.

Tour de Ormur: Góður fundur með lögreglu um öryggismál, undirbúningur í fullum gangi. Spennandi hliðarviðburðir í smíðum.

Hjólaormar á Héraði: Farnir af stað og góð stemming. Í athugun að fá hjólafærni námskeið og hjólakynningu í samvinnu við Örninn og Jötunvélar

Launaflsbikarinn: 8 lið skráð.

Æfingabúðir í frjálsum: Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir koma austur 19.-21. júní með æfingar fyrir 13 ára og eldri.

Þriðji flokkur karla í knattspyrnu: Ósk barst um að fá að skrá sameiginlegt lið undir merkjum UÍA til keppni í þriðja flokki Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Erindið samþykkt og liðið hefur hafið keppni.

7. Fjármál
Prókúra: Meirihluti stjórnar undirritaði prókúru fyrir sumarstarfsmann.

Endurnýjun búnaðar: Keyptur hefur verið farsími fyrir framkvæmdastýru.

Launakjör framkvæmdastýru: Gjaldkera og formanni falið að fara yfir og endurskoða launa- og starfskjör framkvæmdastýru.

8. Önnur mál
Heimsókn frá Rannís: Hildur sagði frá heimsókn Andrésar Péturssonar frá Rannís en hann kynnti Evrópustyrki.

Fundur með tómstundafulltrúa Fljótsdalshéraðs: Hildur sagði frá fundi starfsmanna skrifstofu með Öddu Steinu Haraldsdóttur, tómstundafulltrúa Fljótsdalshéraðs þar sem rætt var um mögulegt samstarf við ungmennaráð Fljótsdalshéraðs.

Smáþjóðaleikar: Gunnar og Hildur ætla að vera viðstödd setningarhátíð Smáþjóðaleikanna sem fram fara í Reykjavík 1.-6. júní. Þá munu þau einnig vinna sem sjálfboðaliðar á leikunum.

Næsti fundur: Stefnt á að halda næsta fund mánudaginn 15. júní kl. 17:30 á Egilsstöðum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:47.

Fundargerð ritaði Elsa Guðný Björgvinsdóttir

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ