Víðavangshlaup UÍA 2014

Þriðjudaginn 1. júlí næstkomandi fer fram víðavangshlaup UÍA og er það haldið á Seyðisfirði þetta árið. 
Víðavangshlaupið er haldið í samstarfi við Huginn og hefst það klukkan 18:00. Mæting er á miðbæjartorginu við íþróttahúsið.

 

Vegalengdir og keppnisflokkar:
10 ára og yngri 1,5 km skemmtiskokk. Foreldrum er velkomið að fylgja yngstu hlaupagikkjunum.
11-12 ára strákar og stelpur 3 km, tímataka.
13-14 ára strákar og stelpur
15 ára og eldri karlar og konur 10 km, tímataka og 3 km skemmtiskokk.

Allir keppendur fá þátttökupening, en verðlaun verða veitt fyrir þremur fyrstu í flokkum 11 ára og eldri.
Þátttökugjald er 500 kr.

Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira

Skottast um skóg og sullaði í sólinni á þriðja degi Frjálsíþróttaskólans

Frjálsíþróttaskólakrakkarnir slógu ekki slöku við í dag frekar en aðra daga. Af mannúðarástæðum var þó fell niður morgunleikfimi sem fara átti fram í bítið, enda mannskapurinn ansi stirður og lúinn eftir keppni gærkvöldsins. Engu að síður mætti hópurinn út á Vilhjálmsvöll glaðbeittur kl 9:00 á æfingu þar sem lögð var áhersla á liðleikaþjálfun auk þess sem Lovísa Hreinsdóttir kenndi spjótkast og Hildur kringlukast.

Lesa meira

Frjálsíþróttamót og fimleikar á öðrum degi Frjálsíþróttaskólans

Frjálsíþróttaskólanemendur höfðu í nógu að snúast í dag og létu rigninguna ekkert á sig fá. Á morgunæfingu dagsins hitti hópurinn Elsu Guðný Björgvinsdóttur sem kenndi stört og spretthlaup og tók videó af hverjum og einum sem síðar voru tekin fyrir á tæknifundi dagsins. Auk þess rýndu nemendur í fótspor Vilhjálms Einarssonar og spreyttu sig í þrístökki undir leiðsögn Hildar.

Lesa meira

Annað greinamót UÍA og HEF 2014

Næstkomandi miðvikudag, þann 25. júní fer fram annað greinamót í mótarröð UÍA og HEF. Mótið hefst klukkan 18:00 og fer það fram á Vilhjálmsvelli.

Keppt verður í kringlukasti, 300 metra grindahlaupi, langstökki og sleggjukasti. 
Opið er fyrir skráningu í mótið og hvetjum við alla að skrá sig fyrir miðvikudaginn með því að senda inn póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar eru hjá skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Launaflsbikarinn 2014

Fyrsta umferð í Launaflsbikarnum, utandeildarkeppni í fótbolta, fer fram næstkomandi laugardag þann 14. júní

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um leiktíma.

Lesa meira

Fuðrufatahlaup og fangbrögð á fyrsta degi Frjálsíþróttaskóla

Fyrsti dagur í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ var afar viðburðarríkur og krakkarnir höfðu í nógu að snúast. Þrettán krakkar víðsvegar að af Austurlandi sækja skólann að þessu sinni. Eftir að hafa komið sér fyrir í Nýung, lært nöfn hvers annars og leikið sér var haldið út á völl á fyrstu æfingu en hún innihélt langstökk, furðufataboðhlaup og sitt hvað fleira skemmtilegt.

Lesa meira

Bogfimi og boðhlaup á fjórða degi Frjálsíþróttaskólans

Frjálsíþróttaskólakapparnir tókust á við fjórða dag Frjálsíþróttaskólans af sinni einstöku atorkusemi og elju og ekki veitti af því mikið var um að vera í dag. Morgunæfing dagsins stóð í tvo tíma og innihélt grindahlaup undir stjórn Sigurlaugu Helgadóttur og langstökk og leiki í umsjón Hildar.

Lesa meira

Landsliðið á ferðinni

Handboltadagur á Egilsstöðum 19. júní.

Á fimmtudaginn í næstu viku, þann 19. júní ætla nokkrir af okkar flottustu handboltamönnum að taka handboltaæfingar og skemmta sér með krökkum á Egilsstöðum.

Þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson vilja bjóða öllum þeim krökkum sem vilja koma velkomna.

Lesa meira

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

í næstu viku, dagana 10.- 14.júní verður haldinn Frjálsíþróttaskóli UMFÍ. UÍA sér um skólann og eru þetta nokkursskonar íþróttasumarbúiðir þar sem boðið er upp á skemmtilega dagskrá.

Skólinn er haldinn á Egilsstöðum og mæting er í félagsmiðstöðina NÝUNG klukkan 13:00 á þriðjudegi og lýkur honum með pítsa partý um hádegi á laugardag. Frjálsar íþróttir skipa stóran sess í búðunum en einnig prófum við aðrar íþróttagreinar og skemmtun okkur í leiðinni!
Farið verður á báta og hesta inn á Hallormsstað á fimmtudeginum. Einnig prófum við bogfimi, glímu, taekwondo, fimleika og fleira skemmtileg.

Skólastjóri fjálsíþróttaskólans er Hildur Bergsdóttir en fær hún ýmsa þjálfara með sér í lið við yfir vikuna.

Skráning er í fullum gangi og er þátttökugjald 20.000 krónur. Innifalið er kennsla, matur, gisting og allar þær ferðir sem farið verður í.
Skráning fer fram
hér.

ATH. HAFI EINHVERJIR SENT INN SKRÁNINGU EN EKKI FENGIÐ PÓST FRÁ SKRIFSTOFU UÍA MEÐ UPPLÝSINGUM OG DAGSKRÁ, ÞÁ ENDILEGA SENDIÐ OKKUR LÍNU OG LÁTIÐ VITA AF ÞVÍ.

HÉR MÁ FINNA UMRÆDD GÖGN: DAGSKRÁ SKÓLANS OG UPPLÝSINGABRÉF TIL FORELDRA

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok