Hvað í ósköpunum er ringó?

Kynning á og keppni í, ringó verður á dagskrá Sumarhátíðar í ár, nánar tiltekið á laugardaginn uppúr kl 17:00 í Bjarnadal. Fyrirspurnum hefur ringt yfir skrifstofuna hvaða fyrirbæri sé þarna á ferðinni og von að fólk spyrji, enda um nánast splunkunýja keppnisgrein að ræða hérlendis.

Lesa meira

Sumarhátíð: Nettómótið í frjálsum

Nettó mótið í frjálsíþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður á Vilhjálmsvelli 12. – 13. Júlí 2014.

Keppnisgreinar og aldursflokkar:


18 ára og eldri: Kúla, kringla, spjót, 100m, 200m, 400 m, 800m, 4x100m boðhlaup, þrístökk, hástökk og langstökk.

16 - 17  ára : Kúla, kringla, spjót, 100m, 200m, 400 m, 800m 4x100m boðhlaup, þrístökk, hástökk og langstökk.

14 – 15 ára: Kúla, kringla, spjót, 100m, 200m, 400 m, 800m, 4x100m boðhlaup, langstökk,  þrístökk, hástökk og boðhlaup

12 – 13 ára: Kúla, kringla, spjót, 80m, 200m, 600m, 4x100m boðhlaup, langstökk, þrístökk, hástökk og boðhlaup

11 ára: Kúla, spjót, 60m, 200m, 600m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk og boðhlaup.

9-10 ára: Langstökk, 60m, boltakast. og 600m

6-8 ára: Langstökk, 60 m, boltakast og 400m

5 ára og yngri: Langstökk, spretthlaup og boltakast.

Lesa meira

Víðavangshlaup UÍA 2014

Víðavangshlaup UÍA fór fram í gær, þriðjudaginn 1. júlí á Seyðisfirði. Um 20 manns tóku þátt í hlaupinu og veðrið ákvað að gefa keppendum glaðning með því að vera stillt og gott á meðan hlaupinu stóð.

Úrslit úr hlaupinu eru þessu: 

Lesa meira

Sumarhátíð: Tímaseðill fyrir Nettómótið í frjálsum

Hér má finna tímaseðil fyrir Nettómótið í frjálsumíþróttum sem fer fram á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar.

http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2309.htm

skráning er enn í fullum gangi fyrir sumarhátíð. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2014

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2014

Föstudagur 11. júlí
17:00-21:00 Sundmót Eskju í sundlaug Egilsstaða
18:00-21:00 Borðtenniskeppni í Ný-ung

Laugardagur 12. júlí
9:00-12:00 Sundmót Eskju í sundlaug Egilsstaða
12:30-17:00 Nettómótið í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli
17:00-18:30 Grillveisla Bjarnadal í boði Alcoa og útlhutun úr afrekssjóðnum Spretti, ringókynning, gleði og gaman.

18:30 Keppni í strandblaki í Bjarnadal

Sunnudagur 13. júlí
9:30-16:00 Nettómótið í fjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli
13:30-14:00 Bogfimisýning
14:00 Boccia í boði Héraðsprent á Vilhjálmsvelli

Skráningargjöld eru 2.000 krónur á keppanda, óháð greinafjölda. Lokafrestur skráninga er á miðnætti miðvikudags 9. júlí

Frekari upplýsingar fást á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353

 

Sumarhátíð 2014

Sumarhátið UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram dagana 11.-13. júlí á Egilsstöðum. Dagskráin er nú að taka á sig skýrari mynd.

Föstudaginn 11. júlí byrjar Eskjumótið í sundi kl 17:00 en einnig verður keppt í borðtennis þann dag.
Laugardaginn 12. júlí heldur Eskjumótið í sundi áfram og stendur það til hádegis. Nettómótið í frjálsum hefst um hádegi á laugardag og stendur það fram eftir degi.
Á laugardeginum verður einnig boðið upp á grillveislu í bjarnadal þar sem boðið verður upp á ýmsa skemmtun.
Sunnudaginn 13. júlí fer fram boccia mót á Vilhjálmsvelli í boði Héraðsprent ásamt því að Nettó mótið í frjálsum heldur áfram.

Eitt þátttökugjald er óháð greinafjölda, 2.000 krónur á keppanda

 

Sumarhátíð: Eskjumótið í sundi

Eskjumótið í sundi á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður í sundlaug Egilsstaða að kvöldi föstudagsins 11. júlí og morgni laugardagsins 12. júlí.

Keppni hefst á föstudeginum klukkan 17:00 og á laugardaginn klukkan 9:00. Gert er ráð fyrir að keppni taki 3-4 tíma hvorn dag. Upphitun hefst 45 mínútum fyrir keppni. Í flokki 8 ára og yngri er ekki leyfilegt að nota blöðkur, en uggar eru leyfðir.

Skráningargjald er 2.000 krónur og geta þá tekið þátt í eins mörgum íþróttagreinum á hátíðinni og þeir vilja. Skráningarfrestur er til miðnætti miðvikudagsins 9. júlí.

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá aðildarfélögum eða skrifstofu UÍA á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353. Þau félög sem mynda sundráð UÍA fá sendar Hy-tec skrár en aðrir geta sent skráningar beint á skrifstofu.

Lesa meira

Samæfing í frjálsíþróttum á mánudag

Næstkomandi mánudag verður samæfing á Vilhjálmsvelli, fyrir alla áhugasama frjálsíþróttaiðkendur á Austurlandi.

Æfingin er hugsuð sem smá upphitun fyrir Sumarhátíð UÍA sem fram fer helgina 11.-13. júlí og er frábært tækifæri fyrir krakkana til að prufa völlinn og njóta þeirrar góðu aðstöðu sem þar býðst.

Lesa meira

Fjall UÍA 2014: Lolli

Ákveðið hefur verið að útefna fjallið Lolli sem fjall UÍA 2014, en það var einnig fjall UÍA 2013. Lolli stendur í Norfirði og fyrir þá sem hafa áhuga á því að ganga á fjallið og skoða það nánar þá er gönguferðin bæði þægileg og skemmtileg. Fallegt útsýni er á leiðinni og sést vel yfir byggðina í Neskaupstað.

Hægt er að komast að fjallinu frá þjóðveginum við Skuggahlíð, þar sem ekið er út malarveg framhjá golfvellinum, í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi þar sem hægt er að leggja bíl.

Lolli stendur nær beint fyrir ofan Grænanes en gönguleið til Hellisfjarðar má finna innan við Lolla í Lollaskarð

Fjall UÍA er valið í tengslum við gönguverkefni UMFÍ, fjölskyldan á fjallið og hvetjum við alla til þess að fara og skoða þetta flotta fjall.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok