Undir lok síðasta árs var undirritaður samstarfssamningur milli UÍA og ÞNA um að UÍA tæki að sér félagsmálafræðslu á námskeiðum Þekkingarnetsins. Framkvæmdastjóri UÍA hefur undanfarna mánuði sinnt kennslu á námskeiðunum Sterkari starfsmaður sem ætluð eru atvinnuleitendum.
Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Fellabæ, kláraði báðar ferðarnar í svigi kvenna á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Vancouver í Kanada. Erna er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra.
Frjálsíþróttaráð UÍA hélt í marsmánuði Austurlandsmót í frjálsum íþróttum innanhúss. Keppt var í tvennu lagi. Keppendur 11 ára og eldri kepptu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði 6. mars en 10 ára og yngri kepptu í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði 20. mars. Bæði mótin gengu mjög vel með dyggri aðstoð fjölda sjálfboðaliða frá félögunum.
Fellbæingurinn Erna Friðriksdóttir féll í seinni ferðinni í stórsvigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær en leikarnir fara fram í Vancouver í Kanada. Erna hefur þar með lokið þátttöku sinni á leikunum.
Þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði nú um liðna helgi. UÍA átti rétt á fjórum þingfulltrúum og sóttu sex fulltrúar þingið fyrir hönd sambandsins sem aðal- og varamenn.
Sundráð UÍA hefur verið mjög virkt undanfarin misseri og óhætt að segja að nokur gróska sé í sundstarfinu. Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri UÍA sótti þing Sundsambands Íslands um liðna helgi fyrir hönd ráðsins og var þar margt merkilegt til umræðu.