Félagsmálafræðsla hjá Þekkingarneti Austurlands

Undir lok síðasta árs var undirritaður samstarfssamningur milli UÍA og ÞNA um að UÍA tæki að sér félagsmálafræðslu á námskeiðum Þekkingarnetsins. Framkvæmdastjóri UÍA hefur undanfarna mánuði sinnt kennslu á námskeiðunum Sterkari starfsmaður sem ætluð eru atvinnuleitendum.

Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri UÍA

Stjórn UÍA auglýsti eftir framkvæmdastjóra nú á dögunum. Alls bárust 8 umsóknir og tók stjórn UÍA þá ákvörðun að ráð Hildi Bergsdóttur í starfið.

Lesa meira

Erna kláraði báðar ferðar

Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Fellabæ, kláraði báðar ferðarnar í svigi kvenna á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Vancouver í Kanada. Erna er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra.

Lesa meira

Vel heppnuð Austurlandsmót í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA hélt í marsmánuði Austurlandsmót í frjálsum íþróttum innanhúss. Keppt var í tvennu lagi. Keppendur 11 ára og eldri kepptu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði 6. mars en 10 ára og yngri kepptu í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði 20. mars. Bæði mótin gengu mjög vel með dyggri aðstoð fjölda sjálfboðaliða frá félögunum.

Lesa meira

Erna féll úr leik

Fellbæingurinn Erna Friðriksdóttir féll í seinni ferðinni í stórsvigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær en leikarnir fara fram í Vancouver í Kanada. Erna hefur þar með lokið þátttöku sinni á leikunum.

Lesa meira

Öflug sendinefnd á FRÍ þingi

Þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði nú um liðna helgi. UÍA átti rétt á fjórum þingfulltrúum og sóttu sex fulltrúar þingið fyrir hönd sambandsins sem aðal- og varamenn.

Lesa meira

Erna dæmd úr leik

Erna Friðriksdóttir, sem í gær keppti í sitjandi flokki í svigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver í Kanada, var dæmd úr leik eftir keppnina.

Lesa meira

Sundþing í Reykjavík

Sundráð UÍA hefur verið mjög virkt undanfarin misseri og óhætt að segja að nokur gróska sé í sundstarfinu. Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri UÍA sótti þing Sundsambands Íslands um liðna helgi fyrir hönd ráðsins og var þar margt merkilegt til umræðu.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok