Leikjadagskrá Launaflsbikarsins 2010

Fyrsta umferð Launaflsbikarsins 2010 verður leikinn á sunnudag. Sjö lið eru skráð til þátttöku í ár, einu færra en í fyrra því Knattspyrnufélag Eskifjarðar verður ekki með. Leikin verður einföld umferð og fara fjögur efstu liðin áfram í úrslitakeppni. Deildakeppninni lýkur í lok júlí og verður úrslitakeppnin leikin eftir verslunarmannahelgi.

Lesa meira

Ný stjórn Golfklúbbs Eskifjarðar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Golfklúbbs Eskifjarðar í gærkvöldi. Á fundinum var samþykkt að hætta starfsemi félagsins þegar gengið hefur verið frá þeim málum sem standa út af borðinu.

Lesa meira

Hlaupamót á fimmtudag

Hlaupamót UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli, fimmtudaginn 3. júní kl 18.00. Mótið er hluti af mótaröð UÍA og safna keppendur stigum á hverju móti og verða stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar. Þegar hefur farið fram Kastmót UÍA sem var skemmtilegt og vel sótt og mun stökkmót fara fram síðar í sumar.

Lesa meira

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun!

Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.

Lesa meira

Úrslit og myndir af sundmóti

Vormót UÍA í sundi fór fram síðastlistinn sunnudag á Eskfirði. Hér eru úrslit mótsins og myndasafn frá því.

 

Lesa meira

Aðalfundarboð Golfklúbbs Eskifjarðar

UÍA boðar til aðalfundar hjá Golfklúbbi Eskifjarðar fimmtudaginn 3. júní klukkan 20:00 ífélagsheimilinu við golfvöllinn á Eskifirði. Það gerir sambandið með vísan til g. liðar 51.2. gr. laga Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

 

Lesa meira

Úrslit og myndir frá hlaupamóti

Hlaupamót UÍA fór fram á Vilhjálmsvelli síðastliðið fimmtudagskvöld. Mótið er hluti af þriggja móta röð sem sambandið stendur fyrir í sumar. Stigahæstu einstaklingarnir fá verðlaun í lok raðarinnar.

 

Lesa meira

Úrslit og myndir úr víðavangshlaupi

Víðavangshlaup UÍA fór fram á Djúpavogi 22. maí síðastliðinn í umsjá Neista. Keppendur komu frá Neista og Þristi. Keppt var í þremur flokkum, 10 ára og yngri, 11-12 ára og 15 ára og eldri.

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2010

Keppni í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu hefst sunnudaginn 13. júní. Skráningarfrestur er til 8. júní.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok