Fjölskyldumót í strandblaki á Sumarhátíð
Í fyrsta sinn í sögu Sumarhátíðar UÍA verður boðið upp á strandblak. Keppnisliðið skal vera skipað þremur keppendum, tveimur einstaklingum 16 ára eða yngri og einum fullorðnum.
Í fyrsta sinn í sögu Sumarhátíðar UÍA verður boðið upp á strandblak. Keppnisliðið skal vera skipað þremur keppendum, tveimur einstaklingum 16 ára eða yngri og einum fullorðnum.
Gærdeginum lauk á myndafundi þar sem farið var yfir myndir frá deginum. Á hlaupaæfingu, þar sem æfðar voru ræsingar og grindahlaup, voru teknar myndir af krökkunum sem sýndu vel hvernig þau stökkva yfir grindurnar og beita líkamanum þegar þau fara af stað.
Fyrstu umferð Launaflsbikarsins árið 2010 lauk í gærkvöldi þegar Hrafnkell Freysgoði vann Samvirkjafélag Eiðaþingár 5-2 á Staðarborgarvelli. Áður hafði Spyrnir burstað Þrist 14-1 og UMFB og 06. apríl gert 2-2 jafntefli. Tölfræði keppninnar má nálgast með að smella á "Bikarinn" í valmyndinni hér að ofan.
Spyrnir er enn í efsta sæti Launaflsbikarsins þrátt fyrir að hafa gert eytt allri markaskorun í að bursta Þristinn í fyrstu umferð og aðeins lekið inn einu marki úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn SE um helgina.
Sundráð UÍA hefur staðfest þær sundgreinar sem í boði verða á Sumarhátíð UÍA 9. og 10. júlí og skráning í sundmótið er hafið.
UÍA eignaðist einn Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára. Daði Fannar Sverrisson, 14 ára, varði þar Íslandsmeistaratitil sinn í spjótkasti.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í knattspyrnumót Sumarhátíðarinnar. Í boði er mót fyrlr 6. 7 og 8. flokk.
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var settur á Egilsstöðum í gær. Ellefu krakkar eru í skólanum sem Hildur Bergsdóttir stýrir.
Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, standa fyrir verkefninu Helgi á göngu. Á Borgarfirði teygir það sig yfir hálfa næstu viku.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.