Torfærukeppni um helgina

Akstursíþróttafélagið START, annað tveggja slíkra innan UÍA, heldur torfærukeppni í Mýnesgrús á laugardag. Torfærukappar hafa nokkur kvöld nýtt sér fundaraðstöðu á skrifstofu UÍA til skrafs og ráðagerða.

 

Lesa meira

UÍA maður setti Íslandsmet á Laugum

Atli Geir Sverrisson, Hetti, setti um helgina Íslandsmet í sleggjukasti í 12 ára flokki á Sumarleikum HSÞ á Laugum. Atli kastaði sleggjunni 27,83 metra og vantaði aðeins tvo sentímetra upp á að bæta eldra met um slétta tvo metra. UÍA fólk vann til fjölda annarra verðlauna.

Lesa meira

Frjálsar, fjallganga og fáránleikar

Seinasti alvöru æfingadagurinn í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ var í gær. Þar var meðal annars æft boðhlaup og grunnatriðin í stangarstökki.

Lesa meira

Bocciamót Sumarhátíðar

Að venju verður keppt í boccia á Sumarhátíð UÍA. Það verður sunnudaginn 11. júlí. Að minnsta kosti þrír eru í hverju liði.

Lesa meira

Frjálsíþróttamót Samkaupa á Sumarhátið

Opnað hefur verið fyrir skráningu í frjálsíþróttamót Samkaupa á Sumarhátíð 2010. Keppnin í frjálsum nær yfir þrjá daga, 15 ára og eldri keppa seinni part föstudagsins 9. júlí, 11-14 ára keppa laugardag og sunnudag og 10 ára og yngri á sunnudag.

 

Lesa meira

Helgi á göngu af stað

Verkefnið Helgi á göngu fór af stað á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Það var svartaþoka og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni, þar sem er ein stærsta líbarítströnd landsins.

Lesa meira

Golfmót Sumarhátíðar

Golfkeppni Sumarhátiðar 2010 verður á Ekkjufellsvelli föstudaginn 9. júlí. Keppt verður í tveimur flokkum, 12 ára og yngri og 13-16 ára.

Lesa meira

Þriðja umferð Launaflsbikarsins

Þriðja umferð bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu var leikin í gær. Spyrnir og Hrafnkell Freysgoði hafa tekið forustuna.

Lesa meira

Þríþraut í skóginum

Í gær fóru krakkarnir í Frjálsíþróttaskólanum inn í Hallormsstað þar sem sett var upp þríþraut. Fyrst voru syntir 300 metrar, síðan hjólaðir um fjórir kílómetrar og loks hlaupnir um 2,6 kílómetrar. Þríþrautin tók á og voru krakkarnir óvenju viljugir og fljótir að fara að sofa í gærkvöldi.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok