Sex stigum munaði í stigakeppni í sundi
Neisti frá Djúpavogi tryggði sér í dag sigur í stigakeppni liða á Eskjumótinu í sundi á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 2010. Munurinn var ekki mikill, aðeins sex stig.
Neisti frá Djúpavogi tryggði sér í dag sigur í stigakeppni liða á Eskjumótinu í sundi á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 2010. Munurinn var ekki mikill, aðeins sex stig.
Fyrsta degi Sumarhátíðar er lokið en á honum fór meðal annars fram keppni í golfi. Átta keppendur mættu til leiks, sex í flokki 12 ára og yngri en tveir í flokki 13-18 ára. Úrslit urðu sem hér segir.
Thelma Björk Snorradóttir varð á mánudagskvöld fyrsta konan til að spila í Launaflsbikarnum sumarið 2010. Thelma klæddist þá búningi Spyrnis í leik gegn BN'96 á Norðfjarðarvelli.
Góðir gestir slógust í för á Samkaupsmótinu í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar þegar svissnesk systkini mættu til leiks. Þau Hrafnkell Jónsson og Edda Jónsdóttir mættu til keppni í 400 metra hlaupi 15-16 ára sveina og 13-14 ára telpna.
Knattspyrnumót Sumarhátíðar, sem auglýst var á Fellavelli, hefur verið fært yfir á Vilhjálmsvöll. Leikið verður á æfingasvæðinu ofan við leikvanginn sjálfan.
Dagskrá Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2010 er tilbúin, með fyrirvara um breytingar.
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var endurspegluð í knattspyrnukeppni Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2010 en liðin fjögur, sem mættu til keppni í sjötta flokki, báru nöfn þeirra fjögurra þjóða sem komust í undanúrslit HM í Suður-Afríku.
Sumarhátíð UÍA hefst í dag með keppni í sundi, frjálsum íþróttum og golfi. Keppni í golfi og sundi hefst klukkan 17:00, annars vegar á Ekkjufellsvelli, hins vegar í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum. Klukkustund síðar hefst keppni í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli með keppni 17 ára og eldri.
Tímaseðill Samkaupsmótsins í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð UÍA er tilbúinn og hefur verið birtur, með fyrirvara um breytingar. Tímaseðilinn má sjá í mótaforriti FRÍ.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.