Skráning á Unglingalandsmót
Í byrjun vikunnar var opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmótið sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.
Í byrjun vikunnar var opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmótið sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.
Stökk- og boðhlaupsmót UÍA fer fram þriðjudaginn 27. júlí kl 18.00 á Vilhjálmsvelli. Keppt verður í langstökki, hástökki og þrístökki og 4x100 m boðhlaupi.í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.
Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, er afskaplega ánægð með hvernig til tókst á Sumarhátíð sambandsins og Síldarvinnslunnar um helgina. Hún segist sérstaklega þakklát fjölda sjálfboðaliða sem tryggðu lipran gang keppninnar.
Ellefu krakkar mættu í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ sem UÍA hélt á Egilsstöðum í lok júní. Hildur Bergsdóttir, skólastjóri, var ánægð með vikuna og hópinn.
Viljinn, íþróttafélag fatlaðra á Seyðisfirði, hélt sigurgöngu sinni áfram í bocciakeppni Sumarhátíðar um helgina.
Höttur fagnaði sigri í stigakeppni Samkaupsmótsins í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar sem lauk á Vilhjálmsvelli í dag. Hattarliðið fékk flest stig, jafnt í flokki 14 ára og yngri sem og flokki 15 ára og eldri.
Fimmtu umferð Launaflsbikarsins lauk í gærkvöldi þegar Spyrnir vann UMFB 4-1 á Fellavelli. Áður hafði BN lagt Þrist á sama velli með sömu markatölu og SE og 06. apríl gert 3-3 jafntefli.
Endurgreiðslur úr Íþróttaslysasjóði hafa verið skertar úr 80% í 40%. Ástæðan er skert framlag heilbrigðisráðuneytisins, fleiri umsóknir og aukinn kostnaður.
Lið Sindra Freys Jónssonar sigraði lið Hjalta Þórarins Ásmundssonar í bændaglímu Launafls á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar í dag. Bændaglíman var hluti af skemmtidagskrá Sumarhátíðarinnar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.