Skráning á Unglingalandsmót

Í byrjun vikunnar var opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmótið sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

 

Lesa meira

Stökk- og boðhlaupsmót

Stökk- og boðhlaupsmót UÍA fer fram þriðjudaginn 27. júlí kl 18.00 á Vilhjálmsvelli. Keppt verður í langstökki, hástökki og þrístökki og 4x100 m boðhlaupi.í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.

 

Lesa meira

Takk fyrir okkur

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, er afskaplega ánægð með hvernig til tókst á Sumarhátíð sambandsins og Síldarvinnslunnar um helgina. Hún segist sérstaklega þakklát fjölda sjálfboðaliða sem tryggðu lipran gang keppninnar.

Lesa meira

Hress hópur sem náði vel saman

Ellefu krakkar mættu í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ sem UÍA hélt á Egilsstöðum í lok júní. Hildur Bergsdóttir, skólastjóri, var ánægð með vikuna og hópinn.

Lesa meira

Viljinn vann bocciakeppnina

Viljinn, íþróttafélag fatlaðra á Seyðisfirði, hélt sigurgöngu sinni áfram í bocciakeppni Sumarhátíðar um helgina.

Lesa meira

Höttur stigameistari

Höttur fagnaði sigri í stigakeppni Samkaupsmótsins í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar sem lauk á Vilhjálmsvelli í dag. Hattarliðið fékk flest stig, jafnt í flokki 14 ára og yngri sem og flokki 15 ára og eldri.

Fimmtu umferð Launaflsbikarsins lokið

Fimmtu umferð Launaflsbikarsins lauk í gærkvöldi þegar Spyrnir vann UMFB 4-1 á Fellavelli. Áður hafði BN lagt Þrist á sama velli með sömu markatölu og SE og 06. apríl gert 3-3 jafntefli.

 

Lesa meira

Sindri betri bóndinn

Lið Sindra Freys Jónssonar sigraði lið Hjalta Þórarins Ásmundssonar í bændaglímu Launafls á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar í dag. Bændaglíman var hluti af skemmtidagskrá Sumarhátíðarinnar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok