Sjálfboðaliðaverkefni ÍSÍ og VMS

Í kjölfar efnahagshrunsins tóku ÍSÍ og Vinnumálastofnun höndum saman og komu á laggirnar sjálfboðaliðaverkefni, með það að markmið að virkja og styrkja einstaklinga sem eru atvinnulausir eða í skertu starfshlutfalli og beina starfskröftum þeirra til góðar verka innan Íþróttahreyfingarinnar. UÍA tekur þátt í þessu verkefni og hefur nú fengið sjálfboðaliða til starfa.

 

Lesa meira

Umsóknarfrestur í Sprett rennur út annað kvöld

Umsóknarfrestur í haustúthlutun Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa rennur út á miðnætti annað kvöld. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hér á síðunni undir Sprettur Afrekssjóður.

Meistaramót UÍA í sundi

Meistaramót UÍA í sundi fór fram nú um helgina í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 50 þátttakendur til leiks frá fjórum félögum Austra, Neista, Þristi og Þrótti. Góð stemming var á mótinu og skemmtilegt var að fylgjast með ungu og upprennandi sundfóki spreyta sig.

Lesa meira

Leiknir heimsóttur

Á dögunum sóttu, fulltrúar úr stjórn UÍA ásamt framkvæmdastjóra, Ungmennafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði heim. Leiknir mun fagna 70 ára afmæli nú í desember og óhætt er að segja að félagið beri aldurinn vel. Leiknir heldur úti kröftugu starfi í fjórum deildum þ.e. knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum og blaki. Auk þess sem félagið starfrækir glæsilegan þrek- og tækjasal í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.

 

Lesa meira

Vináttuleikur Áss og Þristar

Ungmennafélagið Ásinn mætti Ungmennafélaginu Þristi, í vináttuleik í knattspyrnu, á Brúarási síðastliðinn föstudag. Knattspyrnumennirnir voru á aldrinum 9 til 13 ára og skemmtu sér hið besta.

Lesa meira

Heimsókn til aðildarfélaga á Breiðdalsvík

Nú í vetur stefna formaður og framkvæmdastjóri UÍA á að heimsækja sem flest aðildarfélaga sinna með það að markmiði að kynnast starfsemi þeirra betur og kynna það starf og þann samstarfsvettvang sem UÍA hefur upp á að bjóða. Í síðustu viku voru Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði og Hestamannafélagið Geisli sótt heim.

Lesa meira

Frjálsíþróttaráð ræður ráðum sínum

Frjálsíþróttaráð UÍA hefur verið öflugt að undanförnu. Ráðið hittist nú á dögunum til að leggja á ráðin um frjálsíþróttastarf í vetur. Margt spennandi er framundan.

Lesa meira

Fundur um frístundastarf á Fljótsdalshéraði

Vekjum athygli á kynningarfundi um það frístundastarf sem stendur börnum á Fljótsdalshéraði til boða, á komandi vetri. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 23. september kl. 17.15-18.30 í hátíðarsal Egilsstaðaskóla.

 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok