Austfirskt glímufólk í fremstu röð á EM í fangbrögðum

UÍA átti þrjá keppendur í landsliði Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í Leon á Spáni um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið góður og sex verðlaun staðreynd í lok móts.

Lesa meira

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf

Frjálsíþróttaráð UÍA með stuðningi Loðnuvinnslunnar stendur fyrir Ávaxtamóti UÍA í frjálsum íþróttum sem fram fer í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði fimmtudaginn 1. maí.

Lesa meira

UÍA peysur fyrir sumarið

Nú er vor í lofti og eitt vorverkanna hér á skrifstofunni er að panta UÍA peysur og keppnisbúninga fyrir sumarið. Þeir sem hafa hug á að dressa sig upp og mæta sem UÍA klæddir á mót og viðburði sumarsins, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem allra fyrst.

Lesa meira

Úrslitin í blakinu ráðast í kvöld.

Þróttur og Afturelding mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Mosfellsbæ. Stemmingin er góð í liði Þróttar eftir sigur í síðasta leik.

Lesa meira

Þróttur sigrar í æsispennandi leik

Þróttur sigraði Aftureldingu í gærkvöldi og náði þannig að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki, í Varmá á föstudag kl. 19:30.

Lesa meira

Gott silfur gulli betra!

Kvennaliði Þróttar tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki því liðið tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í hreinum úrslitaleik í Mosfellsbæ á föstudagskvöld.

Lesa meira

Gleðilegt spriklandi fjörugt íþróttasumar

Þá er sumarið loksins gengið í garð og ekki annað hægt en að bjóða það velkomið, með bros á vör og vona að það sýni okkur sínar björtustu og bestu hliðar.

Það er altént ljóst að það er frísklegt og fjörugt íþróttasumar framundan og ótal viðburðir sem íþróttafólki hér eystra býðst að taka þátt í, bæði hér heima og heiman.

Lesa meira

Blaklið Þróttar þarf á þínum stuðningi að halda í kvöld

Í kvöld fer fram í Neskaupstað fjórði leikur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn sem hefst kl 19:30 er síðasti heimaleikur Þróttar í vetur.  Þróttarastelpur eru undir 1-2 í einvíginu og leggja því  allt undir til að tryggja sér 5. leikinn og spila þá hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Varmá á föstudag.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ