Bjóðum velkomin nýjan sumarstarfsmann
Heiðdís Fjóla Tryggvadóttir hefur hafið störf sem sumstarstarfsmaður UÍA og mun hún sjá um að vera til taks á skrifstofunni ásamt því að sinna öðrum verkefnum.
Heiðdís Fjóla Tryggvadóttir hefur hafið störf sem sumstarstarfsmaður UÍA og mun hún sjá um að vera til taks á skrifstofunni ásamt því að sinna öðrum verkefnum.
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Egilsstöðum 10.-14. júní.
Eins og undanfarin ár sér UÍA um skólann í samstarfi við UMFÍ og FRÍ. Um nokkurs konar íþróttasumarbúðir er að ræða þar sem þátttakendur eru saman allan tímann og gisting og matur innifalið í pakkanum. Þátttakendur koma saman um hádegi á þriðjudegi (þar sem mánudagurinn er annar í Hvítasunnu) og skólanum lýkur með pompi og prakt á laugardag.
Skólinn er ætlaður fyrir 11 og eldri og hentar hvoru tveggja byrjendum sem og þrautreyndum frjálsíþróttakrökkum. Í skólanum gefst þátttakendum kostur á að æfa við bestu aðstæður og undir leiðsögn reyndra þjálfara.
Þó frjálsar íþróttir skipi veglegan sess í dagskrá skólans þá er fjölbreytinin engu að síður í fyrirrúmi.
Sigurður Gumundsson landsfulltrúi UMFÍ heimsækir Austurland miðvikudaginn 14. maí næstkomandi og kynnir Landsmót 50+ sem haldið verður á Húsavík 20.-22. júní nú í sumar. Auk þess að veita upplýsingar um allt sem viðkemur Landmótinu mun Sigurður drífa mannskapinn með sér í ringó sem er ein af fjölmörgum keppnisgreinum mótsins.
Um síðustu helgi var Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið á Akureyri. Þetta er síðasta mót vetrarins hjá keppendum 9-15 ára. Fimleikadeild Hattar sendi 43 keppendur. Keppendur á aldrinum 9-13 ára.
Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari hjá Hetti, er mjög sátt við veturinn ,,Veturinn hefur verið mjög viðburðaríkur og keppendur okkar eru að gera góða hluti og við erum að ná að halda í við stærstu félögin í yngri flokkunum okkar sem er alveg frábært".
Að þessu sinni var mjög þægilegt að fara á mót þar sem mótið var á Akureyri og því margir foreldrar sem fylgdu börnunum sínum og mikil stemmning á mótsstað.
Það má með sanni segja að sundstarf sumarsins hafi hafist með krafti síðastliðna helgi. Tæplega 100 keppendur, 16 ára og yngri, frá 6 sunddeildum á Austurlandi öttu kappi á Vormóti Neista og Vísis á Djúpavogi. Mótið var skemmtilegt í alla staði og mikil og góð stemming var á bakkanum.
Frjálsíþróttadeild Hattar og Frjálsíþróttaráð UÍA standa fyrir æfingabúðum fyrir frjálsíþróttakrakka á Austurlandi helgina 16.-18. maí. Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari ÍR heimsækir okkur og sér um æfingar auk þjálfara héðan af svæðinu. Þráinn er einn af fremstu frjálsíþróttaþjáflurum landsins og hefur átt sinn þátt í afrekum margra af þekktustu frjálsíþróttamanna og -kvenna landsins.
Fyrsta opna Austurlandsmótið í bogfimi var haldið 17. maí í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.
Bæði austfirsku skotfélögin þ.e. Skotfélag Austurlands og Skotfélagið Dreki, hafa komið bogfimideildum á laggirnar innan sinna vébanda.
Ríflega tuttugu keppendur víðsvegar að af landinu skráðu sig til leiks en auk heimamanna í Skaust og Drekanum mættu keppendur frá Boganum, ÍFR, Eflingu og UMF Tindastól.
Dagana 4.-10.ágúst nk. heldur Føroya Ungdómsráð, FUR, leiðtogaskóla NSU í Selstæð sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Þórshöfn í Færeyjum.
Að baki er snjóþungur skíðavetur þar sem bæði veður og tækjabúnaður áttu það til að stríða skíðafólki meira en góðu hófi gegnir. Engu að síður lauk vetrinum með stæl og skíðakappar stíga sinn í sumarið með bros á vör, og minningar um skemmtileg og vel heppnuð mót heima og heiman.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.