Í dag, miðvikudaginn 20. ágúst fara fram Sprett Sporlangaleikar fyrir krakka á aldrinum 10 ára og yngri. Á leikunum spreyta krakkar sig í ýmsum frjálsíþróttagreinum og Sprettur Sporlangi mætir í heimsókn. Leikarnir hefast klukkan 18:00 og eru þeir á Vilhjálmsvelli.
Nú fer sumarið að líða undir lok en nóg er þó um að vera hjá UÍA í ágúst mánuði.
Meistaramót Íslands fyrir krakka á aldrinum 11-14 ára fer fram á Akureyri dagana 16.-17. ágúst. Iðkendum er bent á að hafa samband við þjálfarana sína ef þeir hafa áhuga á því að keppa á mótinu.
Þriðja og síðasta greinamót UÍA og HEF verður haldið á Vilhjálmsvelli þriðjudaginn 19. ágúst klukkan 18:00. Keppt verður í 80m,100m og 110m grindarhlaupi. 200m hlaupi, þrístökki og sleggju. Þátttökukostnaður er 500 krónur en ágóði af mótinu rennur til Daða Fannars Sverrissonar til þess að hjálpa honum á batavegi sínum.
Sprett Sporlanga leikar verða haldnir miðvikudaginn 20. ágúst, þar geta krakkar yngri en 10 ára komið og spreytt sig í hinum ýmsum greinum. Leikarnir byrja klukkan 18:00 og greinarnar sem boðið er upp á eru: Þrístökk, spretthlaup, boltakast, langstökk, hástökk og grindahlaup.
Þriða og síðasta greinamót UÍA og HEF fór fram í gær, þriðjudaginn 19. ágúst. Greinamótið var jafnframt styrktarmót fyrir duglegann frjálsíþróttakappa, hann Daða Fannar Sverrisson en hann lennti í bílslysi nú í sumar. Þátttökugjöld og frjáls framlög áhorfenda renna óskipt til Daða til þess að hjálpa honum á batavegi sínum, en í gær söfnuðust rúmar 100.000 krónur og vonum við að það nýtist Daða sem best. Hægt er að styrkja Daða Fannar með því að leggja inn á styrktarreikning 0175-05-070500 kt. 220772-3229
Til að krydda upp á mótið þá var boðið upp á furðufataboðhlaup og tóku alls 10 lið þátt í boðhlaupinu þar sem 4 voru saman í liði. Boðhlaupið var æsispennandi en var það liðið Sundhetturnar sem bar sigur úr bítum varðandi frumlegasta klæðaburðinn.
Tour de Ormurinn var ræstur klukkan 9:00 í morgun. Þátttakan var góð, alls 31 keppandi. Brautarmet voru sett í 68 km og 103 km hringnum en Elías Níelsson á nýja metið í 68 km hringnum á tímanum 2:08:45,52 klst. og Stefán Gunnarsson setti brautarmet í 103 km á tímanum 3:47:37,67. Nú í ár keppti í fyrsta skipti kona í 103 km hringnum en það var hún Guðrún Sigurðardóttir sem braut ísinn.
Næstkomandi laugardag, þann 9. ágúst fer fram lokaumferð í Launaflsbikarnum. Valur á Reyðafirði tekur á móti UMFB, en UMFB er á toppnum með 15 stig eftir síðustu umferð. Spyrnir tekur á móti Boltafélagið Norðfjarðar en liðin eru jöfn með 13 stig, því er ljóst um að spennandi leikir verða spilaðir í lokaumferð Launaflsbikarsins þetta árið.
Úrslit ráðast í mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum á morgun. En þá fer þriðja og síðasta mót sumarsins fram á Vilhjálmsvelli og hefst kl 18:00.
Keppt verður í sleggjukasti, þrístökki, 60/80/100/110 m grindahlaupi og 200 m hlaupi í flokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Að auki verður boðið uppá keppni í 4x100 m boðhlaupi í blönduðum kynja- og aldursflokkum. Boðhlaupið gildir ekki til stiga en þarf verða veitt verðlaun fyrir þá sveit sem þykir skarta frumlegustu og flottustu búningunum.
Ungmennafélag Borgarfjarðar tryggði sér í dag sigur í bikarkeppni UÍA og Launafls með 0-7 sigri á Val á Reyðarfirði. Borgfirðingar fóru þar með upp í 18 stig sem þýðir að hvorki Spyrnir né BN geta náð þeim en þau mætast í hreinum úrslitaleik um annað sætið á morgun.
17. unglingalandsmót UMFÍ var sett á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 1. ágúst. Á mótssetingunni var mikið glens og grín þar sem Auðunn Blöndal sá um að skemmta lýðnum. Mótssetning hóst á því að öll liðin gengu inn á völlin í skrúðgöngu þar voru keppendur UÍA aðrir í röðinni og voru þeir UÍA til sóma. Þórunn Antonía og Sverrir Bergman sungu fyrir hátíðargesti en toppurinn var þó þegar tilkynnt var að unglingalandsmótið 2017 verður haldið á Egilsstöðum.