Stór knattspyrnuhelgi framundan

Mikið verður um að vera hjá austfirksum knattspyrnumönnum um helgina þegar lokaslagur sumarsins fer fram. Ljóst er að annað hvort Höttur eða Leiknir mun hampa deildarmeistaratitlinum í þriðju deild karla í knattspyrnu á morgun á sama tíma og örlög Einherja í deildinni ráðast.

Lesa meira

Til hamingju með afmælið Neisti

UMF Neisti á Djúpavogi fagnaði 95 ára afmæli sínu síðastliðinn sunnudag, 7. september. Mikið var um dýrðir og margt til gamans gert, börn og fullorðnir reyndu mér sér í hinum ýmsu greinum, boðið var upp á pylsur, svala og glæsilega afmælistertu. Starfsemi UMF Neista hefur löngum verið blómleg, þátttaka barna og annarra bæjarbúa í starfi félagsins afar góð og glæsileg íþróttamannvirki eru á staðnum.

Lesa meira

Gengið á Lolla fjall UÍA 2014

UÍA stendur fyrir fjölskyldugöngu á fjall UÍA 2014, Lolla á Norðfirði næstkomandi sunnudag 7. september. Gengið verður frá hliðinu við Grænanes kl 11:00, búast má við u.þ.b. 4 tíma þægilegri gönguferð. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Forysta ÍSÍ heimsækir Austurland

Forysta ÍSÍ er á þeysireið um Austurland í dag með það það markmiði að  kynnast starfi og starfsumhverfi íþróttafélaganna hér og skoða íþróttamannvirki á Austurlandi.

Þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri og skrifstofustjórarnir Viðar Sigurjónsson og Halla Kjartansdóttir hófu yfirreið sína á Djúupavogi í morgunn en leið þeirra mun einnig liggja um Stöðvarfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð, Neskaupstað og Egilsstaði. 

Lesa meira

Sprettur Afrekssjóður; haustúthlutun, reglubreytingar og hærri styrkir

UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til 10. október.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett hefur nú hækkað framlag sitt um eina miljón og eru því eru 2,3 milljónum króna veitt úr sjóðnum árlega Að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert. Af þessum sökum hefur reglum sjóðsins verið breytt lítillega og styrkupphæðir hækkaðar.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Afrekskvennasjóð

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar ársins 2014. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 19. september.

Lesa meira

Frábær fjölskylduferð á Lolla fjall UÍA 2014

Það var broshýrt og berjablátt, göngufólkið sem fikraði sig upp hlíðar Lolla, í blíðskapar veðri síðastliðinn sunnudag. En þá tóku 15 manns þátt í fjölskyldugöngu á Lolla Fjall UÍA 2014.

Lolli bar reyndar þetta sæmdarheiti einnig í fyrra og var í fyrra vor komið fyrir gestabók á toppnum. Þar sem veður voru válynd í fyrra haust og veturinn bar heldur snemma að garði, náðist ekki að fara í skipulagða göngu á toppinn til að sækja bókina. Fékk Lolli því að halda titlinum annað ár.

113 einstaklingar höfðu kvittað í gestabókina á þessum tíma, ef marka má færslur í bókina þá hefur sólin skinið glatt á Lolla þessi tvö sumur og ef hún sást ekki á himni þá var hún altént í sinni göngufólks:

Lesa meira

Mikil golfhelgi framundan

Mikið verður um að vera fyrir golfara á öllum aldri um helgina, en þá fara fram tvö golfmót hér eystra.

Lesa meira

Lokað vegna sumarleyfa

Dagana 22. - 29. ágúst verður lokað á skrifstofu UÍA vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur mánudaginn 1. september klukkan 9:00

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ