Snæfell 2014 komið út og aðgengilegt á netinu

Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í vikunni. Þar kennir ýmissa grasa. Farið er yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Hermann Níelsson, fyrrum formann UÍA og íþróttakennara á Eiðum.

Hermann ræðir um hugsjónirnar í starfi UÍA, lífið á Eiðum og kjarkinn til að fara nýjar og ótroðnar slóðir í starfi sambandsins.

Af öðru efni má nefna viðtal við glímukonuna Evu Dögg Jóhannsdóttur íþróttamanns UÍA 2013, þar sem hún greinir frá því hvernig hún fór frá því að vera litla mjóa stelpan sem aldrei vann neitt yfir í að vera Evrópumeistari kvenna í glímu.  Við ræðum einnig við Þráinn Hafsteinsson um uppbyggingu frjálsíþróttastarfs á Austurlandi og Ólafíu Ósk Svanbergsdóttur efnilegra sundstelpu í Þrótti.

Lesa meira

Fundur um fjölmiðlamál og íþróttahreyfinguna sendur út á netinu

Á morgun fimmtudaginn 4. desember mun ÍSÍ bjóða upp á hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal um fjölmiðlamál og hefst fundurinn kl.12:00. Umfjöllunarefnið er fjölmiðlafulltrúi,  fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Fundurinn er opin öllum áhugasömum og gagnast sérstaklega þeim aðilum sem vinna við kynningarstarf í íþróttafélögum, héruðum eða í sérsamböndum.

Lesa meira

Fimleikafólk á ferð og flugi

Það hefur verið mikið um að vera hjá fimleikafólki Hattar undanfarnar helgar. Íslandsmótið í stökkfimi fór fram í Keflavík 15.-16. nóvember og þar átti fimleikadeild Hattar myndarlegan hóp.

Á stökkfimimóti er keppt á trampólíni með og án hests og á stökkgólfi bæði í stökkum sem eru gerð fram og afturábak.

Tuttugu og einn keppandi fór frá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.  Voru þetta bæði  drengir og stúlkur sem æfa hjá fimleikadeildinni.

Keppendur stóðu sig vel á mótinu og náðu frábærum einkunnum og þá sérstaklega fyrir framkvæmd æfinga.

Lesa meira

Gleðigjafir Landflutninga til styrktar barna- og ungilngastarfi á Austurlandi

Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 790 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs á svæðinu.

Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við barna- og unglingastarf á Austurlandi.

Endilega látið fréttir af Gleðigjöfunum berast sem víðast.

Árleg bókaveisla Egils rauða á Norðfirði

UMF. Egill Rauði, í samstarfi við Samvinnufélag Útgerðarmanna (SÚN), Síldarvinnsluna og Safnastofnun Fjarðabyggðar, býður til sannkallaðrar bókaveislu á Norðfirði sunnudaginn 30. nóvember og mánudaginn 15. desember næstkomandi.

Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00 verður boðið í Safnahúsið í Neskaupstað þar sem eftirtaldir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Þórarinn Eldjárn - Fuglaþrugl og naflakrafl og Tautar og raular, Soffía Bjarnadóttir - Segulskekkja, Kristín Eiríksdóttir - KOK

Gyrðir Elíasson - Koparakur og Lungnafiskarnir, Gísli Pálsson - Maðurinn sem stal sjálfum sér.

Lesa meira

Úrvalshópur UÍA í frjálsum heimsótti ÍR

Átta unglingar úr Úrvalshópi UÍA í frjálsum íþróttum, lögðu á dögunum land undir fót og heimsóttu ÍR. Markmið ferðarinnar var að nýta frábæra innanhússaðstöðu í Laugardalshöll, læra sitthvað nýtt af þjálfurum ÍR og æfa í stærri jafningjahópi. ÍRingarnir tóku svo sannarlega vel á móti okkar fólki, sem komst þó ekki suður fyrr en seint og um síðir vegna veðurs og ófærðar. Þjálfarar ÍR sem allt eru þekkt nöfn úr frjálsíþróttaheiminum; Hörður Gunnarsson, Þráinn Hafsteinsson, Þórdís Gísladóttir, Einar Vilhjálmsson og Pétur Guðmundsson sáu um æfingar þar sem lögð var áhersla á  ýmis tækniatriði sem erfitt er að æfa við þær aðstæður sem eru í boði hér eystra. Auk æfinga buðu ÍRingarir til samverustunda þar sem farið var í ratleik, sund og út að borða.

Lesa meira

Formaður UÍA fékk viðurkenningu fyrir æskulýðsstarf

Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, hlaut nýverið viðurkenningu á vefum æskulýðsráðs fyrir starf sitt en verðlaunin voru þá afhent í fyrsta sinn.

Veittar voru viðurkenningar í þremur flokkum. Viðurkenning Gunnars var til ungs fólks sem lagt hefur alúð við þátttöku sína í æskulýðsstarfi eða nýtt reynslu síðan úr því á öðrum sviðum þjóðlífsins.

Lesa meira

Austri Bikarmeistari Austurlands í sundi

Hin árlega bikarkeppni UÍA í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Tæplega 100 keppendur á aldrinum 6-16 ára, frá 6 sunddeildum á Austurlandi, mættu til leiks og kepptust við að safna inn stigum fyrir sitt félag. Bikarmótið er stigamót þar sem að stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands. Gestgjafnarnir í Neista hafa löngum verið sigursælir á þessu móti, en mörg félög rennt hýru auga til bikarsins góða. Það fór svo að Austri batt enda á samfellda sigurgöngu Neista og sigraði í heildarstigakeppninni með 311 stig, í öðru sæti var Höttur með 245 stig. Í stigakeppni stúlkna sigraði Austri einnig með 167 stig en í stigakeppni pilta varð lið Hattar hlutskarpast með 85 stig.

Lesa meira

Bikarmót í sundi á Djúpavogi

Hið árlega Bikarmót UÍA í sundi fer fram á Djúpavogi á morgun, sunnudag. Um 90 keppendur, á aldrinum 6-17 ára, eru skráðir til leiks. Sex sunddeildir taka þátt í mótinu og ljóst að baráttan um bikarinn verður spennandi. Neisti hefur verið sigursæll á Bikarmótinu undanfarin ár, og gaman verður að sjá hverjir hreppa titilinn í ár.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ