Heiðranir á Sambandsþingi UÍA

65. Sambandsþing UÍA fór fram á Hallormsstað síðastliðinn laugardag, að vanda voru þar veitt ýmis heiðursmerki fyrir ötult starf í þágu æskulýðs og íþróttamála í fjórðungnum.

Lesa meira

Skapleg spá á þingdag

Veðurstofa Íslands spáir austanátt og rigningu eða slyddu á Austfjörðum á morgun en þá verður þing UÍA haldið á Hallormsstað og hefst klukkan ellefu. Því á svo að ljúka klukkan fimm. Það óveður sem gengur yfir fjórðunginn í kvöld á að ganga niður í nótt. Ekki er spáð hvassviðri aftur fyrr en annað kvöld og er þá vonandi að þingfulltrúar verði komnir heim til sín. Stjórn UÍA fylgist áfram grannt með veðurspánni en miðað við núverandi spár (17:00 á föstudegi) telur stjórnin réttast að standa við áður boðað þing.

 

Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins á sunnudag

Bólholtsbikarinn verður hafinn á loft í fimmta sinn á sunnudag en þá fer Úrslitahátíð keppninnar fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Í ár tóku fjögur lið þátt, Austri, Ásinn, Höttur drengjalið og Sérdeildin. Í vetur hafa liðin spilað níu umferðir, heima og heiman og munu tvö stigahæstu liðin Höttur og Ásinn takast á um bikarinn og tvö stigalægstu liðin Sérdeild og Austri eigast við um bronsið.

Sérdeildin hefur verið sigursæl í keppninni frá upphafi og hefur hampað bikarnum þrivsvar sinnum, 2011,2012 og 2014. Ásinn sigraði árið 2

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í vorúthlutun Spretts

UÍA auglýsir eftir umsóknum í Sprett - styrktarsjóð UÍA og Alcoa Fjarðaáls. Umsóknarfrestur er til 20. maí

Að þessu sinni er úthlutað iðkendastyrkjum til íþróttamanna 18 ára og yngri, þjálfara- og félagastyrkjum.

Lesa meira

Löng helgi hjá skrifstofu

Skrifstofa UÍA er lokuð í dag, fimmtudaginn 7. maí, á morgun föstudaginn 8. og mánudaginn 11. maí vegna námsferðar framkvæmdastjóra. Reynt verður að svara tölvupósti eftir því sem færi gefst.

 

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum á sunnudag

Hið árlega Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports fer fram í íþróttahúsinu á Norðfirði, næstkomandi sunnudag 22. mars og hefst keppni kl 11.

Keppt verður í flokkum stáka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í eftirtöldum greinum: Langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi.

Mótið er öllum opið og allir velkomnir, líka þeir sem ekki hafa æft frjálsar íþróttir en langar að spreyta sig. Það er til mikils að vinna því verðlaunin eru af glæsilegra og gómsætara tagi.

Lesa meira

Eva Dögg Glímudrotting Íslands 2015

Íslandsglíman fór fram fyrir fullu húsi á Reyðarfirði í gær. Ljóst var að keppni yrði spennandi og ný nöfn yrðu skráð á Freyjumen og Grettisbelti þar sem sigurvegarar síðustu ára mættu ekki til leiks. Framganga austfirsks glímufólks var afar glæsileg og kætti áhorfendur á heimavelli.

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA vann Freyjumenið fyrst austfirskra kvenna og liðsfélagar hennar Bylgja Rún Ólafsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Það var því glæsileg UÍA breiðfylking á verðlaunapalli. Eva Dögg vann einnig Rósina fyrir fallegustu glímurnar.

Lesa meira

Æfingahelgi í frjálsum íþróttum á Egilsstöðum

Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir fjálsíþróttaþjálfarar hjá ÍR ætla að heimsækja Egilsstaði um helgina og vera með æfingahelgi fyrir frjálsíþróttaiðkendur 13 ára og eldri.

Þráinn og Þórdís eru meðal fremstu frjálsíþróttaþjáflara á landinu og hafa unnið mikið uppbyggingarstarf í frjálsíþróttadeild ÍR sem er langstærsta frjálsíþróttadeild landsins. UÍA hefur verið í samstarfi við ÍR undanfarin misseri með afar góðum árangri og það er bæði dýrmætt og lærdómsríkt fyrir frjálsíþróttafólkið okkar að búa að slíku.

Æfingabúðirnar eru sem fyrr segir opnar öllum frjálsíþróttakrökkum og unglingum 13 ára og eldri, áhugasamir þjálfarar og/eða íþróttakennarar eru einnig velkomnir að koma að fylgjast með og læra.

Lesa meira

Bjóðurm Brettafélagið í Fjarðabyggð velkomið í UÍA

Nýtt aðildarfélag bættist nú á dögunum undir hatt UÍA og bjóðum við Brettafélag Fjarðabyggðar velkomið í hópinn.

Hér er smá kynning á félaginu og starfi þess sem Birgir Tómasson formaður Brettafélagsins sendi okkur:

 

Í desember 2012 var stofnuð Snjóbrettadeild innan Skíðafélags Fjarðabyggðar (SFF). Undir merkjum SFF

starfað deildin í 2 ár eða þar til í desember 2014, þegar meirihluti stjórnar SFF ályktaði um að leggja niður

snjóbrettadeildina innan SFF og lagði til að stofnað yrði nýtt félag. Félagið fékk nafnið Brettafélag

Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ