Kaffihúsaskákmót Þrists á sunnudag

Kaffihúsamót KAABER og Umf Þristar fer fram í Hallormsstaðaskóla sunnudaginn 31. maí kl 13:00. Keppt verður í flokknum 7-10 ára, 11-13 ára, 14-16 ára og 17 ára og eldri. Skráningar má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skrá sig á staðnum frá kl 12:15. Þátttökugjald er 1000 kr og eru kaffiveitingar innifaldar.

Lesa meira

Árni Óla hlýtur starfsmerki UÍA

Árni Ólason hlaut á dögunum starfsmerki UÍA en það er veitt fyrir ötult starf í þágu æskulýðs- og íþróttamála í fjórðungnum. Árni hefur á marga vegu komið að íþróttalegu uppeldi barna og unglinga og þannig stuðlað að aukinni lýðheilsu í samfélaginu. Hann var um árabil með Íþróttaskólann fyrir yngsta íþróttafólkið, kenndi sömuleiðis lengi vel íþróttir við Menntaskólann á Egilsstöðum. Árni sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands um tíma en situr nú í stjórn Knattspyrnudeildar Hattar en hann er fyrir mörgum holdgerfingur þeirrar deildar. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands er afar þakklátt fyrir fólk eins og Árna.

Lesa meira

Eva Dögg Jóhannsdóttir íþróttamaður UÍA 2014

Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val á Reyðarfirði, var á sambandsþingi UÍA, útnefnd íþróttamaður UÍA 2014.  Á árinu sigraði hún meðal annars í -65 kg flokki kvenna og varð í 2.sæti í opnum flokki í Landsflokkaglímu Íslands og í öðru sæti í glímunni um Freyjumenið. Hún keppti erlendis á Hálandaleiknum þar sem hún sigraði í opnum flokki kvenna í backhold. Vert er að geta þess að Eva Dögg æfir einnig frjálsíþróttir. Hún er metnaðarfullur íþróttamaður og reiðubúin að gefa af sér til yngri iðkenda en hún bæði dæmir og þjálfar glímu.

Lesa meira

Skráning hafin í Launaflsbikarinn

Skráning í Launafslbikarinn er hafin og stendur fram til 25. maí. Skráningargjald er 25.000 á lið og skráningareyðublöð má nálgast hér.

Allar fyrispurnir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira

Skíðaslúttfútt hjá Skíðafélagi Fjarðarbyggðar

Iðkenndur og foreldrar hjá skíðafélagi Fjarðabyggð luku skíðavetrinum með smá skemmtun í og við Grunnskólann á Eskifirði síðast liðna helgi. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur yfir veturinn auk þess sem allir iðkendur úr Stubbaskólanum, sem er skíðanámskeið fyrir þau yngstu, fengu viðurkenningar.

Lesa meira

Héraðsdómaranámskeið í knattspyrnu á Egilsstöðum

Næstkomandi sunnudag 26. apríl fer fram Héraðsdómaranámskeið í knattspyrnu á Egilsstöðum á vegum KSÍ.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira

Vigdís Diljá er sumarstarfsmaður UÍA

Fyrsta verk sumarstarfsmanna á Héraði er jafnan að moka snjóÁ dögunum hóf Fellbæingurinn Vigdís Diljá Óskarsdóttir störf sem nýr sumarstarfsmaður hjá UÍA. Vigdís Diljá er fædd á svæðinu og uppalin í kringum íþróttastarf Hattar, þó mest í kringum fimleikana. Vigdís stundar nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri auk þess er hún fulltrúi UÍA í Ungmennaráði UMFÍ, sem staðið hefur fyrir metnaðarfullum verkefnum á síðustu misserum. Þar má nefna ungmennaskipta verkefnið Snjóboltann (The Snowball), ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði auk leiðtogasólarhrings á Laugarvatni.

Við bjóðum Vigdísi Diljá velkomna til starfa.

Lesa meira

Ávaxtaleikar Frjálsíþróttafjör fyrir 10 ára og yngri

Ávaxtaleikar UÍA í frjálsum íþróttum fara fram á sunnudaginn 3. maí í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.

Ávaxtaleikarnir eru ætlaðir fjörkálfum 10 ára og yngri sem langar að spreyta sig í ýmiskonar frjálsíþróttaþrautum (Kids athletics) og hreyfa sig saman.

Lesa meira

Ný andlit í stjórn UÍA

65. Sambandsþing UÍA fór fram á Hallormsstað síðastliðinn laugardag.

34 fulltrúar frá 21 aðildarfélagi UÍA mættu til þings, sem var bæði starfsamt og gott. Gagnlegar umræður sköpðust um ýmis mál innan hreyfingarinnar og fram komu spennandi tillögur um ýmsis verkefni austfirsku íþróttastarfi til framdráttar.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ