Leikjadagskrá Launaflsbikarsins 2010

Fyrsta umferð Launaflsbikarsins 2010 verður leikinn á sunnudag. Sjö lið eru skráð til þátttöku í ár, einu færra en í fyrra því Knattspyrnufélag Eskifjarðar verður ekki með. Leikin verður einföld umferð og fara fjögur efstu liðin áfram í úrslitakeppni. Deildakeppninni lýkur í lok júlí og verður úrslitakeppnin leikin eftir verslunarmannahelgi.

Lesa meira

Ný stjórn Golfklúbbs Eskifjarðar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Golfklúbbs Eskifjarðar í gærkvöldi. Á fundinum var samþykkt að hætta starfsemi félagsins þegar gengið hefur verið frá þeim málum sem standa út af borðinu.

Lesa meira

Hlaupamót á fimmtudag

Hlaupamót UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli, fimmtudaginn 3. júní kl 18.00. Mótið er hluti af mótaröð UÍA og safna keppendur stigum á hverju móti og verða stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar. Þegar hefur farið fram Kastmót UÍA sem var skemmtilegt og vel sótt og mun stökkmót fara fram síðar í sumar.

Lesa meira

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun!

Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.

Lesa meira

Úrslit og myndir af sundmóti

Vormót UÍA í sundi fór fram síðastlistinn sunnudag á Eskfirði. Hér eru úrslit mótsins og myndasafn frá því.

 

Lesa meira

Aðalfundarboð Golfklúbbs Eskifjarðar

UÍA boðar til aðalfundar hjá Golfklúbbi Eskifjarðar fimmtudaginn 3. júní klukkan 20:00 ífélagsheimilinu við golfvöllinn á Eskifirði. Það gerir sambandið með vísan til g. liðar 51.2. gr. laga Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

 

Lesa meira

Úrslit og myndir frá hlaupamóti

Hlaupamót UÍA fór fram á Vilhjálmsvelli síðastliðið fimmtudagskvöld. Mótið er hluti af þriggja móta röð sem sambandið stendur fyrir í sumar. Stigahæstu einstaklingarnir fá verðlaun í lok raðarinnar.

 

Lesa meira

Úrslit og myndir úr víðavangshlaupi

Víðavangshlaup UÍA fór fram á Djúpavogi 22. maí síðastliðinn í umsjá Neista. Keppendur komu frá Neista og Þristi. Keppt var í þremur flokkum, 10 ára og yngri, 11-12 ára og 15 ára og eldri.

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2010

Keppni í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu hefst sunnudaginn 13. júní. Skráningarfrestur er til 8. júní.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ