Torfærukeppni um helgina

Akstursíþróttafélagið START, annað tveggja slíkra innan UÍA, heldur torfærukeppni í Mýnesgrús á laugardag. Torfærukappar hafa nokkur kvöld nýtt sér fundaraðstöðu á skrifstofu UÍA til skrafs og ráðagerða.

 

Lesa meira

UÍA maður setti Íslandsmet á Laugum

Atli Geir Sverrisson, Hetti, setti um helgina Íslandsmet í sleggjukasti í 12 ára flokki á Sumarleikum HSÞ á Laugum. Atli kastaði sleggjunni 27,83 metra og vantaði aðeins tvo sentímetra upp á að bæta eldra met um slétta tvo metra. UÍA fólk vann til fjölda annarra verðlauna.

Lesa meira

Frjálsar, fjallganga og fáránleikar

Seinasti alvöru æfingadagurinn í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ var í gær. Þar var meðal annars æft boðhlaup og grunnatriðin í stangarstökki.

Lesa meira

Bocciamót Sumarhátíðar

Að venju verður keppt í boccia á Sumarhátíð UÍA. Það verður sunnudaginn 11. júlí. Að minnsta kosti þrír eru í hverju liði.

Lesa meira

Frjálsíþróttamót Samkaupa á Sumarhátið

Opnað hefur verið fyrir skráningu í frjálsíþróttamót Samkaupa á Sumarhátíð 2010. Keppnin í frjálsum nær yfir þrjá daga, 15 ára og eldri keppa seinni part föstudagsins 9. júlí, 11-14 ára keppa laugardag og sunnudag og 10 ára og yngri á sunnudag.

 

Lesa meira

Helgi á göngu af stað

Verkefnið Helgi á göngu fór af stað á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Það var svartaþoka og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni, þar sem er ein stærsta líbarítströnd landsins.

Lesa meira

Golfmót Sumarhátíðar

Golfkeppni Sumarhátiðar 2010 verður á Ekkjufellsvelli föstudaginn 9. júlí. Keppt verður í tveimur flokkum, 12 ára og yngri og 13-16 ára.

Lesa meira

Þriðja umferð Launaflsbikarsins

Þriðja umferð bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu var leikin í gær. Spyrnir og Hrafnkell Freysgoði hafa tekið forustuna.

Lesa meira

Þríþraut í skóginum

Í gær fóru krakkarnir í Frjálsíþróttaskólanum inn í Hallormsstað þar sem sett var upp þríþraut. Fyrst voru syntir 300 metrar, síðan hjólaðir um fjórir kílómetrar og loks hlaupnir um 2,6 kílómetrar. Þríþrautin tók á og voru krakkarnir óvenju viljugir og fljótir að fara að sofa í gærkvöldi.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ