Stökk-, sleggjukasts- og boðhlaupsmót UÍA

Stökk,- sleggjukasts- og boðhlaupsmót UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli þriðjudaginn 10. ágúst og hefst klukkan 18:00. Mótið er hið seinasta af þremur sem frjálsíþróttaráð UÍA hefur staðið fyrir í sumar þar sem keppt er um stigabikara.

Lesa meira

Lokadagur skráningar á ULM

Frestur til að skrá keppendur á Unglingalandsmótið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina rennur út í kvöld. Skráð er á www.ulm.is.

Móti frestað

Stökk- og boðhlaupsmóti UÍA, sem auglýst hafði verið í þessari viku en síðan fært fram í þá næstu, hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og Unglingalandsmót.

Undanúrslit í Launaflsbikarnum

Undanúrslit Launaflsbikarsins hefjast á morgun þegar BN tekur á móti 06. apríl. Hrafnkell Freysgoði tekur síðan á móti Spyrni um helgina.

 

Lesa meira

Unglingalandsmótið sett

Unglingalandsmótið var sett í Borgarnesi í gærkvöldi. Keppni hófst upp úr hádegi á fimmtudag í körfuknattleik. Í gær var keppt í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik og golfi.

Lesa meira

Mótsgjald á ULM

UÍA greiðir skráningargjöld sinna keppenda á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi til mótshaldara. Keppendur greiða keppnisgjöld inn á reikning UÍA.

Lesa meira

Landsliðskonur á ferð um Austurland

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir munu heimsækja Egilsstaði og Reyðarfjörð á miðvikudag og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ