Stigameistarar krýndir á seinasta greinamótinu - Úrslit og myndir

Þriðja og seinasta mótið í stigakeppni frjálsíþróttaráðs UÍA var haldið á Vilhjálmsveli í gærkvöldi. Keppendur voru um þrjátíu talsins, þar af kom um helmingur frá Eyjafjarðarliðunum UMSE og UFA. Keppt var í sleggjukasti, stökkum og 1000 metra boðhlaupi. Víða varð mjótt á munum í lokakeppninni.

 

Lesa meira

BN og Hrafnkell leika til úrslita

Boltafélag Norðfjarðar og Hrafnkell Freysgoði mætast á sunnudagskvöld í úrslitaleik bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu. Leikurinn verður á Eskifjarðarvelli klukkan 19:00.

Lesa meira

Fram í 100 ár

Eitt hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Fram í Hjaltastaðaþingá var fagnað í gær með samkomu við félagsheimilið Hjaltalund. Félagið var á sínum tíma drífandi við byggingu heimilisins, íþróttaaðstöðu þar í kring og hefur síðan lagt rækt við umhverfi staðarins.

Lesa meira

Góður árangur á Akureyrarmóti

Þriggja manna lið UÍA varð í fjórða sæti á Akureyrarmóti í frjalsum íþróttum sem fram fór fyrir skemmstu. Bræðurnir Atli og Daði Fannar Sverrssyni mynduðu liðið ásamt Mikael Mána Freyssyni.

Lesa meira

Krakkamót í frjálsum

UÍA stendur fyrir móti fyrir iðkendur 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli kl. 17:00 fimmtudaginn 19. ágúst.

Lesa meira

Ný stjórn UMF Ássins

Ný stjórn Ássins. Frá vinstri: Margrét Dögg, Elín Adda, Eiríkur Þorri og Gunnþór. Á myndina vantar Elínu Káradóttur.Kynslóðaskipti urðu í stjórn UMF Ássins sem var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Brúarásskóla í gær. Eiríkur Þorri Einarsson er nýr formaður félagsins.

Lesa meira

VHE bikarinn í knattspyrnu kvenna

Bikarkeppni VHE og UÍA í knattspyrnu kvenna fer fram á Fellavelli laugardaginn 14. ágúst klukkan 12:00. Keppt verður í sjö manna liðum.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ