Meistaramót UÍA í sundi

Meistaramót UÍA í sundi fer fram helgina 25.-26. september í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri. Mótið hefst kl 14 á laugardag og lýkur um kl 13 á sunnudag. Hvetjum við alla sundáhugamenn og -konur til að fjölmenna.

Lesa meira

Sundþjálfari óskast til starfa sem fyrst

Sunddeild Austra auglýsir eftir sundþjálfara. Komið getur til greina að ráða tvo þjálfara eða par sem tekur að sér þjálfunina.

Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi til að taka að sér sundþjálfun aldursflokka barna.  Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sundþjálfun og keppni.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir ULM kominn á gott skrið

Undirbúningur fyrir framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ 2011 er kominn á gott skrið. Í gærkvöldi funduðu Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og reynslubolti í framkvæmd Unglingalandsmóta og Björn Ármann Ólafsson formaður ULM nefndar, með greinastjórum Unglingalandsmóts 2011.

Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri MYNDIR

Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri fór fram á Laugum 21. ágúst síðastliðinn. Tíu lið mættu til leiks og voru þau víðsvegar að af landinu. UÍA telfdi fram ungu og upprennandi liði en meðalaldur liðsins var 14 og hálft ár.

Lesa meira

Afrekssjóður Íslandsbanka og ÍSÍ

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ óskar eftir umsóknum og rennur umsóknarfrestur út föstudaginn 17. september. Hvetjum við afrekskonur á Austurlandi að sækja um. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ