Meistaramót UÍA í sundi fer fram helgina 25.-26. september í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri. Mótið hefst kl 14 á laugardag og lýkur um kl 13 á sunnudag. Hvetjum við alla sundáhugamenn og -konur til að fjölmenna.
Undirbúningur fyrir framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ 2011 er kominn á gott skrið. Í gærkvöldi funduðu Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og reynslubolti í framkvæmd Unglingalandsmóta og Björn Ármann Ólafsson formaður ULM nefndar, með greinastjórum Unglingalandsmóts 2011.
Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri fór fram á Laugum 21. ágúst síðastliðinn. Tíu lið mættu til leiks og voru þau víðsvegar að af landinu. UÍA telfdi fram ungu og upprennandi liði en meðalaldur liðsins var 14 og hálft ár.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ óskar eftir umsóknum og rennur umsóknarfrestur út föstudaginn 17. september. Hvetjum við afrekskonur á Austurlandi að sækja um. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér