Úrvalshópur UÍA í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA, hefur komið á laggirnar Úrvalshóp UÍA í frjálsum íþróttum. Lámörk eru inn í hópinn og er hann fyrst og fremst hugsaður til að styðja við og stykja iðkendur sem skara fram úr, í frjálsum íþróttum hér eystra og efla þá til að ná enn lengra.

Lesa meira

Glímufólk UÍA gerir það gott á Meistaramóti Íslands

Glímufólk innan vébanda UÍA lagði land undir fót síðastliðna helgi og tók þátt í Meistaramóti Íslands og Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri og fyrstu umferð í Meistaramóti Íslands 16 ára og eldri. Mótin fóru fram á Selfossi og átti UÍA 22 keppendur á þeim.

Lesa meira

Skógarskokk Þristar

Gaman er að fá fréttir úr starfi aðildarfélaga UÍA. Hér kemur ein slík.

Árlegt Skógarskokk Ungmennafélagsins Þristar fór fram fyrir skemmstu. Um 50 þátttakendur komu saman í Hallormsstaðarskógi og nutu útivistar og hreyfingar saman.

Lesa meira

Sambandsráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum

37. Sambandsráðsfundur UMFÍ fór fram á Egilsstöðum 16. október síðastliðinn. Þar var meðal annars undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og UÍA um framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fara mun fram á Egilsstöðum næsta sumar.

Lesa meira

Geðhlaup og geðganga

Vekjum athygli á að laugardaginn 9. október fara fram á Egilsstöðum, Geðhlaup og Geðganga,  í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.  Skráning hefst kl 13.00 við Níuna Miðvangi 1-3 og hefjast hlaup og ganga kl 13.30. Hvetjum alla til að taka þátt og hreyfa sig sér til gangs og gleði.

Lesa meira

Fjör í frjálsum, MYNDIR

Frjálsíþróttaráð UÍA stóð fyrir sameiginlegri UÍA æfingu í frjálsum íþróttum 9. október síðastliðinn í íþróttahöllinni á Reyðarfirði.

Mæting var góð og mikið líf og fjör eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Vonandi verður þetta fyrsta æfingin af mörgum slíkum.

 

Sambandsráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum

Fulltrúar aðildarfélaga UMFÍ flykkjast nú austur á 37. Sambandsráðsfund UMFÍ sem fer fram á Egilsstöðum um helgina.

Á fundinum verður meðal annars undirritaður samstarfssamningur UMFÍ og UÍA um framkvæmd Unglingalandsmóts 2011 og mótið kynnt fundarmönnum.

Fjör í frjálsum

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir opinni frjálsíþróttaæfingu í höllinni á Reyðarfirði laugardaginn 9. október kl 10:00-13:00. Æfingin er ætluð öllum 10 ára og eldri sem áhuga hafa á íþróttinni. Lovísa Hreinsdóttir og Mekkin Bjarnadóttir sem stjórna frjálsíþróttaæfingum Hattar og fara með formennsku í frjálsíþróttaráði hafa umsjón með æfingunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ