Huginn og Fjarðabyggð áfram

Tveir leikir fóru fram í 32ja liða úrslitum Visa bikars karla í gærkvöldi. Fjarðabyggð mætti Knattspyrnufélagi Eskifjarðar á malarvellinum á Neskaupsstað og Huginn tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði á Seyðisfjarðarvelli. Mikið var skorað í báðum leikjum.

Fjarðabyggð sigraði Knattspyrnufélag Eskifjarðar á malarvellinum á Neskaupstað. Leikurinn fór 4-1 en því miður erum við ekki með markaskorara leiksins á hreinu, bætum úr því þegar þær upplýsingar koma í hús.

Huginn sigraði Leikni á Seyðisfjarðarvelli. Það var Andri Bergmann sem skoraði fyrsta markið á 11. mínútu, þá bætti Tómas Arnar við öðru rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik, á 47. mínútu, setti Andri Bergmann sitt annað mark. Á 52. mínútu minnkaði dýrasti leikmaður Ísland, Almir Kosic, metin og staðan því 3-1. Stuttu seinna minnkaði þjálfari gestanna, Vilberg Jónasson, metin enn frekar og staðan því orðin 3-2 og leikurinn galopinn. Það var síðan Þórarinn Máni Borgþórsson sem gerði út um leikinn og skoraði glæsilegt mark af 25-30m færi, upp í þaknetið á 79. mín. Staðan 4-2 og þannig fóru leikar.

Það eru því Fjarðabyggð og Huginn sem fara áfram í næstu umferð. Fjarðabyggð mætir annað hvort Neista eða Boltafélagi Djúpavogs sem mætast í kvöld. Huginn mætir hins vegar Hetti sem sigraði Sindra 1-0.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ