Kaaber kaffihúsamót Þristar

Hið árlega Kaaber kaffihúsamót UMF Þristar var haldið á Skriðuklaustri á verkalýðsdaginn, 1. maí. Fimmtán keppendur mættu til leiks og voru tefldar sjö umferðir eftir Monradkerfi í opnum flokki en keppt var í tveimur flokkum, keppendur fæddir 1990 og seinna annars vegar og hins vegar flokkur fullorðinna.

Í flokki fullorðinna sigraði Sigurður Arnarson með 6 vinninga og var þetta í fjórða sinn sem hann hampar titlinum. Í öðru sæti varð Viðar Jónsson með 5 og 1/2 vinning og Sverrir Gestsson varð þriðji með 5 vinninga.

Í flokki yngri keppenda bar Bjarni Jens Kristinsson sigur úr býtum þriðja árið í röð en hann náði 4 vinningum. Í 2.-5. sæti urðu jafnir með þrjá vinninga Sigurður Max Jónsson, Ingimar Jóhannsson, Garðar Örn Garðarsson og Sigurður Árni Sigurbjörnsson og þurftu þeir að tefla innbyrðis um verðlaunasætin. Sigurður Max varð hlutskarpastur og hreppti annað sætið og Ingimar það þriðja. Aðeins ein stelpa tók þátt í mótinu, Emma Líf Jonsdóttir úr þriðja bekk Hallormsstaðaskóla.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ